Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 46

Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 HVÍTANES Merino buxur Kr. 11 .990.- HVÍTANES Merino ungbarnagalli Kr. 8.990.- ELÍ Flíspeysa Kr. 11.990.- ASOLO Falcon Kr. 29.990.- STRAUMNES Barna merino ullarpeysur Kr. 4.490.- FUNI Dúnúlpa Kr. 33.990.- HVÍTANES Merino peysa Kr. 13.990.- LYNG Ullarsokkar Kr. 1.590.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is KLETTUR Merinó húfa Kr. 2.990.- GRÍMSEY Hanskar Kr. 2.900.- Hlýjar Gjafir GERÐUR Ullarpeysa Kr. 17.990.- ENGEY Húfa með mynstur beggja vegna Kr. 2.790.- DÖGG Regnkápa Kr. 11.990.- HEIÐI barna úlpa Kr. 18.990.- Kampavínsglas með góðum vinum við fal- lega laxveiðiá, haug- drullugur eftir að hafa hjólað malarvegi sunn- anverðra Vestfjarða eða huggulegheit og einn ískaldur í nátt- úrulaug í fallegu um- hverfi. Afslöppun í pottinum á Hótel Sigló eftir vel heppnaða fjallaskíðaferð, jafnvel í þyrlu, eða hópmynd af hressum skíða- gönguhópi í helgarferð á Ísafirði. Allt er þetta nokkuð dæmigert myndefni sem birtist reglulega á Instagram og öðrum samfélags- miðlum. Og það er ánægjulegt. Það er ánægjulegt að við eigum fallegt land sem býður upp á marga mögu- leika fyrir afþreyingu þreyttra borg- arbúa sem vilja brjóta upp hvers- dagsleika borgarlífsins og mörg fyrirtæki og einstaklingar í ferða- þjónustu víðs vegar um land leggja mikinn metnað í að gera upplifun gestanna sem besta. En birtingarmynd lífsins úti á landi er ekki einungis þessi. Úti á landi býr líka raun- hagkerfið. Hagkerfi sem í hundruð ára hef- ur nytjað náttúruna til sjós og lands. Fólk sem þekkir sveitina sína eins og lófann á sér, þekkir fjörðinn og fjöll- in, getur lesið í veðrið og nýtir auðlindir hafs og fjarða á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Sam- félög sem hafa nýtt tækifæri til vaxtar eins og iðnaðarupp- byggingu, fiskeldi og ferðaþjónustu, til að efla og styrkja innviði sam- félaganna. Í raunhagkerfinu býr kraftur. Kraftur sem er hreyfiafl verðmætasköpunar og mikilvægur þáttur, ef ekki sá mikilvægasti, í að byggja upp velferðarsamfélagið Ís- land. Upp úr jarðvegi raunhagkerf- isins hefur nýsköpun og þekking- ariðnaður byggst upp, fjöldi fyrir- tækja og þúsundir starfa, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Því hryggir það mig að sjá að gjá er að myndast, og ef marka má frétt- ir, umræður og samfélagsmiðla, virðist hún gliðna með hverju árinu. Skoðanir ákveðinna hópa, gagnvart atvinnuháttum og lífinu í raun- hagkerfinu, eru oft og tíðum einfald- ar og í þeim rúmast ekki marg- breytileiki íslensks atvinnulífs og virðing fyrir sjálfsbjargarviðleitni fólks á landsbyggðinni. Að mínu mati bera þær vott um óþarfa skiln- ingsleysi. Þessir hópar vísa veginn, en feta hann ekki sjálfir. Frjáls innflutningur landbúnaðar- afurða, loka að minnsta kosti einu ál- veri til að auka framboð raforku, banna fiskeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum, koma böndum á út- gerðir landsins, leggjast gegn aukn- um virkjunum, nýjum vegstæðum og leggja stein í götu framkvæmda sem tryggja afhendingaröryggi á rafmagni víðs vegar um landið. Dæmin eru fleiri en öll í sömu átt. Bændur hafa yrkjað landið í þús- und ár og byggðirnar við sjávarsíð- una eiga allt sitt undir því að um- gangast auðlindir hafsins með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Fisk- eldisbóndinn á mesta hagsmuni af því að umhverfi fjarðarins sé jafn gott á næsta ári og það var í ár. Fólk inn til sveita og við strendur lands- ins kann að umgangast náttúruna og lifa af henni. Skapa störf og verð- mæti fyrir þjóðarbúið. Skapa sér líf- vænlegt samfélag sem er aðlaðandi fyrir ungt og menntað fólk að skjóta rótum í. Verðmætin sem velferðarríkið Ís- land stendur á verða ekki til af sjálfu sér. Þau verða ekki til í hirslum fjár- málaráðuneytisins. En þessa gjá þarf að brúa og við sem 370 þúsund manna örþjóð, ey- ríki við heimskautsbaug, þurfum að standa betur saman. Sýna meiri virðingu og skilning. Við þurfum að getað sett okkur í spor annarra. Við getum ekki fryst heilu samfélögin eða fjórðungana í einhvers konar nostalgíu-Instagram-mynd fyrir sumar- eða vetrarfríið. Það er ekki virðing eða skilningur, hvorki fyrir fólki né samfélögum, þegar lagt er til að þúsundir manna missi vinnuna við að loka álveri, að bændur þurfi að bregða búi vegna óraunhæfrar samkeppni við ódýrt niðurgreitt innflutt kjöt, að heilu og hálfu byggðarlögin eða fjórðung- arnir þurfi að búa við óviðunandi vegasamgöngur eða rafmagnsleysi dögum og vikum saman. Það er ekki virðing eða skilningur að leggja til uppstokkun á núverandi kerfi sjáv- arútvegsins sem gæti sett heilu sam- félögin í uppnám eða leggja til bann við fiskeldi fyrir vestan og austan með þeim afleiðingum að hundruð fjölskyldna misstu lífsviðurværið. Í einræðu Starkaðar, eftir at- hafnaskáldið Einar Benediktsson segir „Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar.“ Ég held að það væri ekki síður nær fyrir marga álitsgjafa, hópa og samtök að tileinka sér þá hugsun að aðgát skal höfð í nærveru samfélags. Skilningur á gangverki þess er allra hagur. Eftir Jens Garðar Helgason » Í raunhagkerfinu býr kraftur sem er hreyfiafl verðmæta- sköpunar og mikilvægur þáttur, ef ekki sá mikilvægasti, í að byggja upp velferðar- samfélagið Ísland. Jens Garðar Helgason Höfundur er framkvæmdastjóri á Eskifirði Að vísa veginn en feta hann ekki sjálfur Íslendingar hafa alltaf verið sagna- þjóð og landsmenn þyrstir í að heyra frægðarsögur af landanum bæði í átökum við óblíða náttúru eða jafn- vel ójafnaðarmenn í útlöndum. Þessar sögur hafa að jafnaði verið um atburðina sjálfa, hættur til sjós og lands, en lítið um tilfinningar sögumanns eða persóna. Stöku sinn- um þess getið í framhjáhlaupi að við- komandi hafi ekki verið alveg sama þegar skipið var við það að fara nið- ur, en ekki meira um það. Þjóðin er vön sögum en nú ríða yfir landið frásögur af annarri gerð. Sama hvort er í helgarblöðum, sjón- varpi eða í óteljandi hlaðvörpum verður ekki þverfótað fyrir þáttum þar sem menn eru að opna sig um alla sína einkahagi. Flest af þessu er frekar sorglegt og ekki mjög uppbyggilegt sálar- fóður fyrir þjóðina í svartasta skammdeginu. En á þetta hlýtur að vera hlustað og lesið, annars væri þetta ekki svona allt um kring. Vonandi gengur þetta yfir eins og hvimleiður lúsagangur að hausti eða kvefpest og meðlíðunarspennan sjatni hjá söguþjóðinni. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Dr. Phil Fáum hefur tekist betur að fá fólk til að „opna sig“ en þessum gaur. Með opn- um huga ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.