Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 58

Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 58
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Heyrnarleysi og það að vera döff er minnihlutahópur og að vera CODA [börn heyrnarlausra foreldra] er minnihlutahópur inni í minnihluta- hópi,“ segir Magnús Freyr Magn- ússon, annar mannanna á bak við kynningarátakið Táknarar en hann, ásamt vini sínum, Hauki Darra Haukssyni, birtir nánast daglega nýtt tákn á samfélagsmiðlum til að vekja athygli og áhuga á táknmáli. Báðir ólust Magnús og Haukur Darri, sem er kallaður Darri, upp hjá döff foreldrum og er móðurmál þeirra og þeirra fyrsta tungumál táknmál þó að báðir séu þeir heyrandi. Að auki hafa þeir báðir starfað með tákn- málstalandi börnum og fullorðnum. „Það er ekki hægt að sjá að við er- um minnihlutahópur en svo allt í einu kemur þú inn í samfélagið og fattar að þetta er eitthvað sem heyrandi er ekki partur af,“ útskýrir Magnús í samtali við K100.is og Morgunblaðið. Brú á milli tveggja heima Aðspurður segir hann að ef hann hefði valið myndi hann frekar velja að tala táknmál. „Mér finnst þægilegra að tjá mig á táknmáli. Á sama tíma myndi ég ekki tala við rosalega marga ef það væri eina sem maður myndi velja. Ég er mjög ánægður að vera partur af tveimur menningarheimum. En mark- miðið með Táknurum er að vera brú á milli tveggja heima. Við erum svolítið með fæturna hvorn í sínum heim- inum,“ segir hann. „Táknmál er okkar móðurmál. Við lærum það fyrst áður en við lærum annað mál. Við lærum íslensku í ytri fjölskylduhringnum – ömmur, afar, frænkur og frændur og svo bara í samfélaginu,“ segir Magnús sem segir það vera forréttindi að vera hluti af döff samfélaginu en að það sé líka gott að geta stigið út og verið í heyrandi samfélaginu líka. „Ég nýt þess að geta hoppað þarna á milli og mér þykir alveg jafn vænt um bæði. En mér finnst að táknmál þurfi að vera meira sýnilegt og ef eitt myndband frá mér vekur athygli og áhuga hjá einhverjum einum þá er það frábært,“ segir Magnús. Markmið kynningarátaks þeirra Magnúsar og Darra er meðal annars að útrýma mýtum og fáfræði sem finnst í samfélaginu um heyrnarleysi og íslenskt táknmál. Vonast þeir til þess að með fræðslunni, sem fer meðal annars fram á samfélagsmiðlum en einnig í grunnskólum og annars stað- ar, verði hægt að bæta stöðu heyrn- arlausra og koma í veg fyrir útrým- ingu íslensks táknmáls sem Magnús segir að sé ákveðin ógn í nútímanum. Magnús segist meðal annars hafa áhyggjur af því að foreldrar heyrna- lausra og heyrnaskertra barna fari oft fljótt með börnin í aðgerðir eins og kuðungsígræðslur, nokkurs konar íg- rædd heyrnatæki, og að oft sé mikil áhersla lögð á að börnin séu það sem hann kallar „innan gæsalappa venju- leg“ og séu stundum jafnvel ekki kynnt fyrir táknmáli jafnvel þó að það sé réttur þeirra. Hann bendir þó á að nútímatækni hafi haft gríðarlega góð áhrif á fólk innan döffmenningarinnar segir Magnús en hann nefnir til dæmis myndsímtöl.Á sama tíma hefur nú- tímatækni haft gríðarlega góð áhrif á fólk innan döffmenningarinnar segir Magnús en hann nefnir til dæmis myndsímtöl. „Myndsíminn er búinn að vera rosa stór hjá okkur. Samskipti við föður minn voru yfirleitt alltaf í gegnum SMS þar til myndsíminn kom, í kring- um 2008. Nú nennir hann ekki einu sinni að skrifa SMS. Hann hringir bara,“ segir Magnús kíminn. „Þetta er rosaleg vakning fyrir okkur,“ bætir hann við. Hann bendir á að það eina sem heyrnarlausir geti ekki gert er að heyra og að þeir upplifi heyrnarleysið oft ekki sem fötlun. „Þeir mega og geta gert allt annað. Þeir mega keyra, þeir mega gera allt í raun. Það er aðallega þjónustuhlutinn, að þurfa til dæmis að ráða túlk með mánaðar fyrirvara áður en þú ferð í bankann,“ segir Magnús. Desem- bermánuður hefur verið með öðru sniði en venjulega hjá Táknurum en Magnús hefur daglega reynt að deila tveimur myndböndum af sér að sýna ákveðin tákn í tengslum við jólin og döffmenningu á jólunum. Til að mynda myndbönd þar sem hann sýnir nöfnin á jólasveinunum og deilir hinu og þessu tengdu jólunum. „Darri er að fara yfir próf þannig að ég fékk þann heiður að sjá um jóla- dagskrána okkar. Reyna að kynna fólk fyrir jólunum á táknmáli. Það virðist vera áhugi á því. Jólamaturinn að koma og jólastressið,“ segir Magnús og hlær. „Það er hægt að tala um ansi marga hluti. Þetta eru fyrstu jólin okkar þannig að við vildum vera með svolítið svona stærra,“ bætir hann við en hann segist vilja kynna jólin eins og þau eru hjá döff fjölskyldum. Börnin stjórnuðu hljóðrýminu „Við syngjum jólalögin á táknmáli. Okkar móðurmál er að tala táknmál. Þannig að það á við um hátíðir líka,“ segir Magnús. Hann segir að hjá hans fjölskyldu hafi hann og systkini hans, sem eru heyrandi, fengið að ráða jólatónlistinni yfir hátíðirnar. „Hljóðrýmið var algjörlega okkar,“ segir Magnús en hann lýsir versl- unarferðum um hátíðirnar þar sem það þurfti að passa vel upp á það hvaða systkini kom með í búðir, til þess að túlka, til að fjölskyldumeðlimir sæju ekki hvað þeir fengju í jólagjöf. „Það var annars mjög hefðbundið nema það fór allt fram á táknmáli,“ segir hann. Hægt er að fylgjast með Táknurum á öllum helstu samfélagsmiðlum, Tik- Tok, Instagram og Facebook, undir heitinu Táknarar, en einnig eru þeir með vefsíðuna taknarar.is. Heyrandi en með táknmál að móðurmáli Magnús og Darri ólust upp sem börn heyrnarlausra foreldra og standa þeir fyrir kynningarátaki, meðal annars á samfélagsmiðlum, og deila daglega að minnsta kosti einu tákni á hinum ýmsu miðlum. Vilja þeir þannig auka fræðslu um táknmál og heyrnarleysi. Táknarar Magnús og Darri eru báðir með táknmál sem móðurmál þrátt fyrir að vera heyrandi en þeir ólust upp sem CODA, börn heyrnarlausra foreldra. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, Opið 18. des. kl 11-18 XIANA Náttsett og sloppur Stærðir: S-XXL Náttsett 9.990 kr. Náttsloppur 9.990 kr. Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is UPPLIFÐU JÓLIN Hægeldaður Þorskur noisette hollandaise, hangikjöt Hreindýra Carpaccio trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat Gljáð Lambafillet seljurótarfroða, rauðkál, laufabrauð Jólasnjór mjólkur- og hvítsúkkulaði, piparkökur, yuzu 9.490 kr. VEGAN JÓ Vatnsmelónutartar fivespice ponzu, lárpera, won ton Rauðrófu Carpaccio heslihnetur, piparrót, klettasalat Yuzugljáð Grasker greni, rauðbeður, kóngasveppir Risalamande kirsuber, karamella 7.99 JÓLALEYNDARMÁL MATARKJALLARANS 6 réttir að hætti kokksins leyfðu okkur að koma þér á óvart Eldhúsið færir þér upplifun þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi 10.990 kr. 0 kr. LJÓLIN ERU BYRJUÐ Á MATARKJALLARANUM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.