Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 64

Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 ✝ Gunnar Að- alsteinsson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1958. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 5. desem- ber 2021. Foreldrar hans voru Valgerður Ólafs Stefánsdóttir, f. 1.2. 1919, d. 26.5. 1994, og Einar Að- alsteinn Gunnars- son, f. 20.10. 1909, d. 21.6. 1988. Systir hans er Silja, f. 3.10. 1943. Gunnar lauk sveinsprófi í pípulögnum 1981 og starfaði við þá iðn alla tíð. Árið 1987 hóf hann sambúð með Soffíu Jó- hönnu Gestsdóttur, f. 25.7. 1959, og gengu þau í hjónaband 15.11. 1997. Fyrir átti hún dótturina Sólrúnu Aspar, f. 5.4. 1977. Son- ur hennar er Baldur Blær, f. 25.7. 2005. Saman áttu þau Em- ilíu Maí, f. 7.5. 1986, eiginkona hennar er Hrafnhildur Skúla- dóttir, f. 11.12. 1986. Saman eiga þær Söru Jóhönnu, f. 10.5. 2006, Gunn- ar Skúla, f. 23.2. 2017, og Anton Em- il, f. 15.9. 2019. Val- gerði Dís, f. 4.1. 1991, unnusti henn- ar er Halldór Mar- geir Hönnuson, f. 25.1. 1989. Saman eiga þau Sædísi Heru, f. 13.7. 2019. Gunnar og Soffía bjuggu alla tíð í Kópavogi. Hann var mikill áhugamaður um fótbolta og Fram var hans lið. Hann var fastakúnni í Salalaug og var virkur félagsmaður í Lions- klúbbi Kópavogs. Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 16. des- ember 2021, kl. 11. Hlekkir á streymi: https://www.digraneskirkja.is/ https://www.mbl.is/andlat Elsku besti pabbi minn er dá- inn. Ég sakna pabba svo gífurlega mikið, ég sakna raddarinnar hans, ég sakna hlátursins, ég sakna lyktarinnar, ég sakna nær- verunnar og stuðningsins. Ég sakna samtalanna, ég sakna knúsanna og ráðanna. Ég sakna næstu áratuganna án hans. Ég sakna þess að hann einfaldi fyrir mér lífið þegar ég á það til að flækja það. Á sama tíma og ég er buguð af söknuði og sorg er ég einnig þakklát. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið hann inn í líf mitt og að hafa fengið að hafa hann hjá mér allan þennan tíma. Ég er þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér. Hann var mín helsta fyrirmynd í lífinu og allir mínir bestu eigin- leikar eru honum að þakka. Hann gerði allt sem ég bað hann um, en ól mig þannig upp að ég væri ekki að biðja um eitthvað sem ég gæti gert sjálf. Hann hafði einfalda sýn á lífið, var ekki að flækja hlutina að óþörfu og kenndi mér að lífið er ekki svo flókið. Ég er sorgmædd yfir því að börnin mín hafi ekki fengið lengri tíma með honum, en á sama tíma þakklát að þau hafi fengið að kynnast honum. Ég er þakklát fyrir það að hann hafi náð að ættleiða mig rétt áður en það var of seint. Ég er þakklát fyrir að hafa valið syni mínum nafnið hans, svo nafnið hans muni hljóma alla daga heima. Hann dýrkaði og dáði barnabörnin, og ég er glöð að eiga nóg af sögum að segja þeim öllum um ókomna tíð. Ég á erfitt með að hugsa mér lífið án hans og hvernig í ósköp- unum ég eigi að gera þetta án hans, þó ég finni það í hjartanu að hann gaf mér öll þau verkfæri sem ég þarf, ásamt leiðbeining- um um hvernig á að ferðast um í lífsins stormi, og ég mun lifa líf- inu áfram eftir hans fyrirmynd. The stars are not wanted now: put out every one; Pack up the moon and dismantle the sun; Pour away the ocean and sweep up the wood; For nothing now can ever come to any good. (W.H. Auden) Já hver þarf nú stjörnur? Lát myrkvast himins hjól, pakkið saman tungli, hlutið sundur sól. Sturtið niður sjónum, og sópið trjám burt. Um svona hluti verður aldrei framar spurt. (Þýðing: Þorsteinn Gylfason) Emilía Maí Gunnarsdóttir. Að skrifa minningarorð um pabba er eitthvað sem mig óraði ekki fyrir að þurfa að gera í ná- inni framtíð. Fyrir mér var pabbi einstakur maður með hjarta úr gulli. Hann var kletturinn minn og sú manneskja sem ég gat treyst á og leitað til. Í minningu minni er hann ljúfur maður, elju- samur, hógvær og umburðar- lyndur. Pabbi var líka rosalega nægjusamur og gaf ég honum sokkapar í jólagjöf ár eftir ár, enda átti ég ekkert að vera að eyða peningum eða hafa fyrir honum. Pabbi var maður fárra orða og var ekki að flækja hlutina að óþörfu. Þegar ég lít til baka á æskuárin mín þá var pabbi minn helsti stuðningsmaður. Hann mætti á hvern einasta fótbolta- leik og æfingar árin mín í fót- bolta, fór með í allar keppnisferð- ir og studdi mig í gegnum námið mitt. Pabbi var ekki bara góður pabbi, heldur líka besti afinn. Ég kynntist nýrri hlið á honum þeg- ar dóttir mín fæddist og sá hversu mikið hann dáði hana og elskaði. Ég syrgi að hafa ekki fengið meiri tíma með pabba. Ég syrgi að dóttir mín fái ekki að vera í afa fangi eins og hún var vön að vera. En að sama skapi er ég þakklát fyrir það að hann var pabbi minn og góða sambandið okkar á milli. Það verður erfitt að ganga lífsins veg án pabba en sú þrautaganga er óumflýjanleg. Ég mun tileinka mér gildin sem pabbi lifði eftir og halda minn- ingu hans á lofti með sögum og myndum. Þar til við hittumst á ný. Þín dóttir, Valgerður Dís Gunnarsdóttir. Í lífi mínu var afi Gunni einn af mínum bestu vinum. Hann var einn duglegasti maður sem ég hef hitt. Hann fór í sund alla virka daga, var virkur meðlimur í Lions-klúbbi og var hörkudug- legur í vinnu. Hann var sannur Frammari í húð og hár og mætti á nánast alla leiki sem Fram spil- aði. Við vorum með góðlátlegan ríg á milli okkar um hvort væri betra, Fram eða KR. Sama hvar ég spilaði, hvort sem það var fyrir KR eða eitthvert annað lið var hann alltaf mættur að styðja við bakið á mér, sama hvort það gekk vel eða illa. Þegar ég lít til baka og hugsa um það sem stendur mest upp úr varðandi samskipti mín við afa, er hversu mikla trú hann hafði á mér. Þegar ég var búin að missa alla trú á sjálfa mig var það alltaf hann sem lét mig byrja að trúa aftur. Hann mætti á alla leiki hjá mér í fótboltanum og var minn dyggasti stuðningsmað- ur. Hann hringdi í mig vikulega, bara til að heyra í mér og spyrja hvernig ég hefði það. Afi átti margar skemmtilegar sögur til að segja og var alltaf til í smá sögustund og kaffisopa. Hann hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað amar að. Þótt ég sé KR-ingur og Púllari í þokka- bót hafði hann alltaf trú á mér. Hann var frábær maður í alla staði og vildi engum illt. Hann dró fram það besta í mér og gerir það enn í dag. Afi var mikill brandarakarl og tókst alltaf að láta mig brosa þótt það væri erf- itt. Það var alltaf stutt í hláturinn og auðvelt að koma honum í gott skap. Afi var maður sem opnaði sig kannski ekki mikið við marga, en hann sagði alltaf við mig að ég gæti alltaf talað við hann. Sökn- uður er eitthvað sem lýsir tilfinn- ingunum mínum mikið þessa dagana, en mér er það mikilvægt að hugsa jákvætt og minnast hans með stolti og gleði. Ég er heppin að hafa kynnst þessum frábæra manni og fá að hafa hann í lífi mínu. Hann lítur eflaust til mín og ég vona að hann sé stoltur af mér. Ég væri ekki sama mann- eskja og ég er í dag ef ekki hefði verið fyrir hann. Afi Gunni er mín stærsta fyrirmynd og mun alltaf vera það. Ég elska þig, afi. Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage. Það má heita fáránlegt að skrifa minningargrein um litla bróður sinn og þess ætti enginn að þurfa en dauðinn er tillitslaus – og stundum einmitt fáránlegur. Ég var fimmtán ára þegar Gunni bróðir fæddist og pabbi og mamma urðu svo blessunarlega upptekin af honum næstu árin að þau höfðu engan tíma til að rek- ast í mér. Hann bjargaði alveg djamminu mínu á menntaskóla- árunum. Ég fékk sárasjaldan að passa hann, af sömu orsökum, en þá sjaldan það gerðist og þá sjaldan hann var óvær við þau tækifæri nægði að taka hann á hné sér og greiða ljósu lokkana hans með mjúkum bursta, þá steinþagnaði hann og sofnaði svo fljótlega. Hann var yndislegt barn, fallegur og þægur – að minnsta kosti oftast. Ég flutti að heiman um hríð en þegar hann var sjö ára sneri ég aftur með dótturina Sif og settist að í gamla herberginu mínu. Hann varð alveg hugfanginn af þessari litlu „systur“ og þó að við mæðgur flyttum svo bráðlega út af heimilinu var Sif hjá ömmu sinni á daginn fyrstu árin og þau Gunnar urðu bestu vinir í heimi. Aldursmunurinn milli okkar systkinanna olli því að sambandið var stopult þar til við Gunnar bóndi minn (allir þessir Gunnarar í kringum mig!) keyptum okkur allt of dýrt hús til að geta verið í Laugarneshverfinu nærri pabba og mömmu. Þá gerði bróðir minn sér lítið fyrir og keypti húsið með okkur, fékk kjallarann og bíl- skúrinn og bjó þar þangað til hann flutti til æskuástarinnar, hennar Soffíu Jóhönnu. Þá pass- aði einmitt fyrir okkur að fá kjall- arann undir dætur okkar eina af annarri. Á tímum annríkis í kröfuhörð- um störfum alla daga vikunnar hittumst við systkinin allt of sjaldan. Mér fannst það óþægi- legt og þegar aðstæður skánuðu stakk ég upp á því við hann að við hittumst einu sinni í mánuði og borðuðum saman í hádeginu. Þetta urðu dýrmætar stundir þar sem við hlýddum hvort öðru yfir allt sem gerst hefði í fjölskyld- unum báðum síðan síðast. Þá kunni maður líka á öllu skil þegar fjölskyldurnar hittust í heilu lagi. Gunnar skipti um vinnu fyrir fáeinum árum, sér til ómældrar ánægju. Mín ánægja var þó minni því í nýju vinnunni fór hann oft út á land í verkefni. En það var ótrú- lega gaman að hlusta á hann tala um þessi verkefni og staðina sem hann dvaldi á. Honum fannst hann vera að kynnast landinu sínu almennilega í fyrsta sinn. Þegar hann var í bænum leit hann inn og það gerði hann síðast tveim dögum áður en dauðinn sótti hann svo hræðilega óvænt. Hann kom í kaffi og ég dreif í að baka vöfflur handa okkur (aldrei slíku vant). Þegar hann fór hafði hann orð á því að kaffið hefði ver- ið gott – en því var hann ekki van- ur, frekar gerði hann góðlátlegt grín að stóru systur. Skyldi hann hafa grunað eitthvað? Við mæðgurnar grátum sáran með Soffíu, Sólrúnu, Emilíu og Valgerði Dís. Við höfum allar misst mikið en barnabörnin hans þó mest. Því afi Gunnar var ein- stakur afi. Silja Aðalsteinsdóttir. Gunni frændi, litli bróðir mömmu, var sjö árum eldri en ég. Og þar sem ég var mikið í pössun hjá ömmu og afa árin fram að grunnskólaaldri var Gunni frændi eins og stóri bróðir minn og sem slíkur sinnti hann ýmsum klassískum stórabróðurhlutverk- um eins og að kenna mér að hjóla, passa mig á hrekkjusvínum, ýta mér á skíðasleða og stríða mér pínulítið. Reyndar man ég lítið eftir stríðninni, ég man betur hvað hann var þolinmóður og hlýr. Ég man líka þegar okkur leiddist svo ofboðslega biðin á að- fangadag að við laumuðumst til að leita að jólagjöfunum, fundum þær reyndar ekki, en fundum þessa fínu möndlugjöf – fallegt smákökubox í laginu eins og turn, fullt af örlitlum kökum með glassúrtoppum í mismunandi lit- um. Við ætluðum bara að smakka eina, en kláruðum allt úr boxinu og möndlugjöfin því snautlegri en amma hafði ætlað sér þau jólin. Gunni frændi safnaði teikni- myndablöðunum Sígildum sög- um, sem ég mátti skoða og síðar lesa ef ég fór vel með. Í herberg- inu hans Gunna kynntist ég í fyrsta sinn Macbeth, Ferðinni til tunglsins, Jóhönnu af Örk, Rób- inson Krúsó og ótalmörgum öðr- um bókmenntaverkum og hreint ótrúlegt hvað maður man úr þessum blöðum. Þar las ég líka Kim-bækurnar og seinna Bob Moran. Gunni var á þessum árum alæta á tónlist, hann átti fínan plötuspilara og kynnti mig fyrir jafn ólíkum tónlistarmönnum og Smokey, Lindu Ronstadt, AC/ DC og Blondie. Þegar við urðum bæði fullorð- in teygðist á vegalengdinni á milli okkar og við hittumst helst í fjöl- skylduboðum þar sem Gunni var stoltur og glaður með henni Soffíu sinni og dætrunum Sól- rúnu, Emilíu og Valgerði Dís og undanfarin ár hafa bæst við tengdabörn og barnabörn, hon- um til svo mikillar gleði. En þótt við hittumst sjaldnar vissi ég alltaf að ég átti hann að – jafnmikið núna og fyrir 50 árum þegar ég kom skælandi inn á Hraunteiginn og kvartaði yfir stráknum í næsta húsi sem hafði strítt mér, þá var Gunni frændi fljótur af stað. Ég vona að hann hafi í hjarta sínu fundið að það var eins hjá mér, ég hefði komið við fyrsta kall. Hann Gunni frændi hefði átt að lifa svo miklu lengur, hefði átt að kynnast barnabörnunum sín- um svo miklu betur, ferðast til fleiri landa með Soffíu, upplifa meira og njóta. Hjartans samúðarkveðjur sendi ég Soffíu, Sólrúnu, Emilíu, Valgerði Dís og barnabörnunum fimm. Ég vona að draumalandið taki vel á móti þér, elsku Gunni frændi. Sif Gunnarsdóttir. Í dag fylgjum við Gunna mági mínum síðustu sporin. Það er eitthvað sem við áttum ekki von á. Við höfðum þekkst í næstum hálfa öld, fyrst í stórum vinahópi ásamt Soffíu Helga, Laufeyju og fleira góðu fólki. Laufey féll frá langt um aldur fram og voru Gunni og Soffía traustir vinir hennar í erfiðum veikindum hennar allt til enda. Gunni og Soffía eiga þrjár dætur, Sólrúnu Aspar, Emilíu Maí og Valgerði Dís, og var hann þeim góður pabbi og dásamlega góður afi barnabarnanna fimm sem hann dáði og þau hann. Þetta verða tómleg jól án hans fyrir þau. Gunni var mikill fjölskyldu- maður, fjölskyldan var númer eitt og Fram í öðru sæti. Elsku Gunni mágur minn, ég veit að sólin skín á þig, góði mað- ur. Góða ferð. Valgerður (Vallý) mágkona. Traustur maður með skemmti- legan húmor kemur í hugann þegar ég hugsa til Gunnars Að- alsteinssonar. Fyrstu kynni mín af Gunna voru seint á síðustu öld, maður áttaði sig fljótt á því að þar var sérstaklega staðfastur og trygg- ur maður á ferð. Gunni, eins og hann var jafnan kallaður meðal samstarfsfólks- ins, starfaði sem pípari hjá okkur í AH pípulögnum í 24 ár. Hann var mikilvægur starfsmaður og traustari mann var ekki hægt að hugsa sér. Hógværð og lítillæti voru hans aðalsmerki, hann vildi alltaf láta verkin tala. Öll mál sem hann tók að sér voru leyst af alúð og fagmennsku. Ég vil fyrir hönd samstarfs- fólks og fjölskyldu minnar votta aðstandendum Gunnars samúð okkar. Hugur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu tímum. Andrés Þór Hinriksson. Gunnar Aðalsteinsson Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUNNAR VALDIMARSSON frá Heydal, lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði laugardaginn 11. desember. Útför hans verður gerð frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 18. desember klukkan 11. Gestir eru velkomnir en vinsamlegast framvísi gildu hraðprófi. HVEST býður upp á hraðpróf milli kl. 10 og 12 á föstudag 17. desember (skráning á heilsuvera.is). Viðburðastofa Vestfjarða mun streyma útförinni. Hermann S. Gunnarsson Þorgerður H. Kristjánsdóttir Valdimar S. Gunnarsson L. Kristín Gunnarsdóttir Bergsteinn Gunnarsson Kristín Ósk Jónasdóttir Gunnar Þ. Gunnarsson Hrund Hjaltested Herdís Halldórsdóttir Ingibjörg Steinunn Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.