Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 70
70 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
40 ÁRA Einar er Reykvíkingur, ólst
upp í Breiðholti en býr í Goðheimum.
Einar er með B.Ed.-gráðu í kennslu-
fræðum frá HÍ og er aðstoðarskóla-
stjóri Hjallastefnunnar í Reykjavík.
Áhugamál Einars eru fjölskyldan,
íþróttir, hreyfing og andleg málefni.
„Ég er ÍR-ingur og fylgist með körfu-
boltanum, en ég var lengi í stjórn
körfuboltadeildar ÍR,“ en Einar hlaut
silfurmerki ÍR fyrir nokkrum árum.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Einars er
Unnur Gísladóttir, f. 1983, framhalds-
skólakennari í Borgarholtsskóla. Börn
þeirra eru Karen Emmý, f. 2010, og
Magni Berg, f. 2016. Systir Einars er Soffía Arna Ómarsdóttir, f. 1985,
hjúkrunarfræðingur. Foreldrar þeirra eru Ómar Einarsson, f. 1954, sviðs-
stjóri hjá Reykjavíkurborg, og Guðný Sigríður Guðlaugsdóttir, f. 1953,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík.
Einar Ómarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er margt sem maður þarf að
vita til þess að komast þangað sem maður
ætlar sér. Það er fyrir öllu að vera sjálfum
sér samkvæmur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér
ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem
heima fyrir. Láttu ekkert slá þig út af laginu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Verkefni dagsins ganga ein-
staklega vel. Mundu að ást er að taka þarfir
einhvers annars fram fyrir sínar eigin og þá
gengur allt að óskum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Skilaboð sem þér berast kunna að
reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara
eftir þeim. Hvað þarftu að gera til að auðga
líf þitt enn frekar?
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Oft var þörf en nú er nauðsyn á að þú
gerir eitthvað fyrir sjálfan þig til að lyfta þér
upp andlega sem líkamlega. Smávegis dek-
ur læknar vorkunnarkast.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Hafðu ekki of miklar áhyggjur af
öðru fólki því þú þarft að hafa tíma fyrir
sjálfan þig. Gættu þess að fara ekki yfir
strikið í eyðsluseminni í dag.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er stutt í einhvern stóratburð sem
þú þarft að vera reiðubúinn fyrir hvað sem
það kostar. Brettu því upp ermarnar og
láttu til þín taka.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þér finnst eins og allir hafi
skoðanir á því sem þú ert að gera án þess
að þeim komi það nokkuð við. Þú átt að
láta tilfinningar þínar í ljós, en ekki byrgja
þær inni.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það segir þér oft meira sem
fólk segir ekki heldur en það sem það segir.
Sigrar eru á næsta leiti svo þú skalt ekki
gefa þig í afstöðu þinni til málefna.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Komið er að því að horfast í
augu við nokkur úrlausnarefni. Þú hefur
lagt hart að þér og ættir því að uppskera
laun erfiðis þíns fyrr eða síðar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú ættir að fara þér hægar á
vissum sviðum lífsins, en þó ekki öllum í
einu. Hlýddu eðlisávísun þinni.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Reyndu að sjá það góða í ástvinum
þínum fremur en það slæma. Njóttu
kvöldsins í faðmi fjölskyldu og vina.
Íris stundaði íþróttir með Ung-
mennasambandi Dalamanna og
Norður-Breiðfirðinga á sínum
úr minni. Mikið sem það gaf af
þakklæti að starfa þar við þær að-
stæður sem þá voru uppi.“
Í
ris Björg Guðbjartsdóttir
fæddist 16. desember 1971
í Reykjavík og ólst þar
upp til 1977. Hún flutti þá
í Dali vestur með for-
eldrum sínum og tveimur bræðr-
um. Þau bjuggu á Sveinsstöðum,
sem síðar fékk nafnið Kvennahóll,
í Klofningshreppi og sá hreppur
var síðar sameinaður Fellsstrand-
arhreppi.
Íris sótti grunnskóla og heima-
vist á Laugum í Sælingsdal alla
grunnskólatíð sína. „Þá tók við
slitrótt framhaldsskólaganga, fyrst
á Laugarvatni haustið 1988, en ég
fór svo í Fjölbraut á Akranesi í
tækniteiknun. Ég flutti mig svo
enn um skóla og fór í Fjölbraut í
Ármúla á bókhaldsbraut en hætti
svo námi.“ Íris sótti síðan kvöld-
skóla í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti og lauk þaðan sjúkra-
liðaprófi vorið 2001. Árið 2007 lauk
hún námi í svæða- og viðbragðs-
fræði frá Heilsusetri Þórgunnu
Þórarinsdóttur og árið 2009 nám-
inu Máttur kvenna I frá Bifröst.
Vorið 2015 lauk hún svo stúdents-
prófi frá Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra og sama haust fór
hún í HÍ og stundaði þar BEd-
nám í þrjár annir. Haustið 2019
bætti hún við sig meiraprófi til
farþegaflutninga allt að sextán
farþega. „Ég hef einnig tekið ým-
iss konar námskeið s.s. skapandi
skrif, nuddnámskeið, sauma-
námskeið og söngnámskeið svo
fátt sé nefnt. Ég hef afar gaman af
að prófa alls konar hluti og kynn-
ast ýmsum hliðum lífsins.“
Á starfsævinni hefur Íris unnið
við ýmis afgreiðslustörf, sem
sjúkraliði, verið gjaldkeri bæði í
banka og á pósthúsi og leiðbein-
andi í grunnskóla. Íris bjó í
Reykjavík 1992-2004, Borgarnesi
2004-2007, Búðardal 2007- 2013 og
frá 2013 hefur hún verið bóndi á
Klúku í Miðdal á Ströndum. Þar
er stundaður sauðfjárbúskapur
með 340 fjár. Hún hefur verið
skólabílstjóri meðfram því frá
árinu 2019. „Í mars 2020 fór ég
sem bakvörður til Bolungarvíkur
og mun sú reynsla seint líða mér
yngri árum, bæði í frjálsum, sundi
og fótbolta. Hún er núna formaður
ungmennafélagsins Geislans á
Ströndum. Vorið 2019 fékk Íris
hvatningarverðlaun Héraðssam-
bands Strandamanna fyrir að
stuðla að hreyfingu og bættum
heilsufarslegum lífsstíl. „Síðustu
ár hef ég verið að hlaupa, stundað
gönguskíði, nasað af sjósundi og
verið iðin við göngur og hef eink-
um farið nokkuð um Horn-
strandir.“ Íris hefur verið þátttak-
andi í uppfærslum leikrita, annars
vegar í leikfélagi Dalamanna og
svo á Ströndum. Hún hefur sungið
í kórum og verið virk í kirkjukór
bæði á Ströndum og í Dölum. Hún
er núna í kirkjukórnum á Hólma-
vík.
„Ég stundaði tónlistarnám á
grunnskólaárum mínum á Laug-
um, lærði á blokkflautu, þverflautu
og orgel. Árið 1994 fékk ég lán-
aðan gítar og keypti mér kennslu-
bók með kassettu og lærði, eða
kenndi mér sjálf eins og stundum
er sagt. Ég tók þátt í ýmiss konar
söngkeppnum og bar stundum sig-
ur úr býtum. T.d. vann ég söngva-
keppni sem fram fór á útihátíð á
Eiðum upp úr 1990 með Stjórninni
og söng lagið „Nóttin“. Ég tók
þátt í söngkeppni framhaldsskóla
fyrir FÁ 1991 að mig minnir og
ýmsum karókíkeppnum í Ölveri og
söng dúett með Ragga Bjarna á
Víkingahátíð sem fram fór á
Eiríksstöðum í Haukadal í Dölum
sumarið 2006 svo dæmi sé tekið.
Ég hef fiktað við að semja og
2010 tók ég upp 10 laga disk,
„Mjúkar hendur“, og gaf út. Þá
sendum við eldri bróðir minn
tvisvar inn jólalag í jólalagakeppni
Rásar tvö og komumst í 10 laga
úrslit í annað skiptið, 2011 ef ég
man rétt, með lagið „Afa í skóinn“.
Diskurinn og bæði jólalögin eru nú
aðgengileg á Spotify.
Eins og hefur komið fram hér
að ofan hefur Íris fjölbreytt
áhugamál, en auk þess hefur hún
mikinn áhuga á handavinnu hvers
konar og finnst mjög gaman að
ferðast. „Svo hef ég almennt
áhuga á fólki, hversu ólík við erum
Íris Björg Guðbjartsdóttir, skólabílstjóri og bóndi – 50 ára
Fjölskyldan Íris, Unnsteinn, börn, tengdabörn og barnabörn í febrúar sl.
Manneskjan er svo áhugaverð
Við Kirkjufellsfoss Íris og Unnsteinn ásamt
Kristvini Guðna á ferðalagi um Snæfellsnes.
Hlauparinn Íris að loknu
hálfmaraþoni 2019.
Til hamingju með daginn
Vestmannaeyjar Hafþór
Jökull Þorgeirsson fæddist
11. janúar 2021 kl. 18.38 á
Landspítalanum í Reykjavík.
Hann vó 4.258 g og var 53
cm langur. Foreldrar hans
eru Alma Lísa Hafþórsdóttir
og Þorgeir Elmar Erlends-
son. Bræður hans eru Jón
Ingi og Aron Liljar.
Nýr borgari