Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 72

Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 72
72 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Meistaradeild kvenna C-RIÐILL: Barcelona – Köge................................... (3:0) Hoffenheim – Arsenal ........................... (1:1) _ Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. D-RIÐILL: Bayern München – Benfica .................... 4:0 - Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir léku allan leikinn með Bayern og Karólína skoraði fyrsta markið. - Cloé Eyja Lacasse lék allan leikinn með Benfica. Lyon – Häcken ......................................... 4:0 - Sara Björk Gunnarsdóttir hjá Lyon er í barneignafríi. - Diljá Ýr Zomers var varamaður hjá Häcken og kom ekki við sögu. Lokastaðan: Lyon 6 5 0 1 19:2 15 Bayern M. 6 4 1 1 15:3 13 Benfica 6 1 1 4 2:16 4 Häcken 6 1 0 5 3:18 3 Grikkland Giannina – PAOK .................................... 0:4 - Sverrir Ingi Ingason kom inn á sem varamaður hjá PAOK á 65. mínútu. Atromitos – Olympiacos ......................... 0:3 - Ögmundur Kristinsson var varamark- vörður Olympiacos í leiknum. _ Efstu lið: Olympiacos 38, AEK 27, PAOK 25, Giannina 22, Panathinaikos 20. Holland Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: AZ Alkmaar – Heracles .......................... 4:1 - Albert Guðmundsson kom inn á hjá AZ á 57. mínútu. England Burnley – Watford ............................ frestað Crystal Palace – Southampton ............... 2:2 Brighton – Wolves.................................... 0:1 Arsenal – West Ham ............................. (1:0) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Deildabikar kvenna, E-riðill: West Ham – Brighton.............................. 3:0 - Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með West Ham. Þýskaland Augsburg – RB Leipzig .......................... 1:1 - Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. >;(//24)3;( HM kvenna Leikið á Spáni: 8-liða úrslit: Noregur – Rússland............................. 34:28 - Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. _ Noregur mætir Spáni. Frakkland – Svíþjóð............................. 31:26 _ Frakkland mætir Danmörku. Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: RN Löwen – Stuttgart ........................ 35:30 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. - Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart og Andri Már Rúnarsson eitt. Minden – Göppingen ........................... 31:28 - Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen. Melsungen – Bergischer..................... 28:22 - Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnars- son þrjú en Alexander Petersson ekkert. - Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Bergischer. Danmörk Ribe-Esbjerg – Kolding ...................... 29:27 - Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot í marki Kolding. Skive – Aalborg ................................... 24:34 - Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðar- þjálfari liðsins. Noregur Haslum – Elverum............................... 22:38 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum. Frakkland Aix – Toulouse ..................................... 29:31 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Aix. E(;R&:=/D KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Smárinn: Breiðablik – Valur ............... 18.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór Þ....... 19.15 Ljónagryfjan: Njarðvík – ÍR............... 19.15 Meistaravellir: KR – Þór Ak ............... 20.15 1. deild karla: Ásvellir: Haukar – Skallagrímur ........ 19.30 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Sethöllin: Selfoss – Fram..................... 19.30 Í KVÖLD! HM KVENNA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Handknattleiksþjálfarinn sigursæli Þórir Hergeirsson er enn og aftur kominn með norska kvennalands- liðið í úrslitaleiki um verðlaunasæti eftir að það vann Rússland á sann- færandi hátt í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Granollers á Spáni í gær, 34:28. Þetta er í fjórtánda sinn á sextán síðustu stórmótum kvenna, eftir að Þórir tók við liðinu árið 2009, sem Noregur kemst í undanúrslit á heimsmeistaramóti, Evrópumóti eða Ólympíuleikum. Norska liðið varð Evrópumeistari í fjórða sinn undir stjórn Þóris fyrir ári, en hann fagnaði jafnframt heimsmeistaratitlum með liðinu 2011 og 2015 og ólympíugullinu árið 2012. Þá er þetta í þriðja sinn á tólf mánuðum sem Noregur er í undan- úrslitum stórmóts en eftir sigurinn á EM í desember 2020 fékk liðið bronsverðlaunin á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Norðmenn freista þess nú að vinna sín 30. verðlaun á stórmóti, allt frá því norska liðið fékk brons á HM árið 1986. Norska liðið var með undirtökin gegn Rússum allan tímann. Staðan var 19:15 í hálfleik og eftir að Norð- menn náðu sjö marka forskoti í seinni hálfleik var sigrinum aldrei ógnað. Nora Mörk skoraði níu mörk fyrir Norðmenn í gær, Sanna Solberg- Isaksen sjö og Kari Brattset Dale sex. Elena Mikhailichenko, Anton- ina Skorobogatchenko og Iulia Mar- kova skoruðu fjögur mörk hver fyrir rússneska liðið. Noregur mætir Spáni í undan- úrslitunum á morgun. Frakkland og Danmörk mætast í hinum undanúrslitaleiknum en frönsku ólympíumeistararnir sigr- uðu Svía 31:26 í seinni leiknum í Granollers í gærkvöld. Staðan var 15:15 í hálfleik en franska liðið náði undirtökunum í seinni hálfleik og lét þau ekki af hendi. Coralie Lassource, Laura Flippes og Alicia Toublanc voru markahæst- ar hjá Frökkum með fjögur mörk hver en Nathalie Hagman skoraði níu mörk fyrir Svía og Linn Blohm sex. Hagman er langmarkahæst á mótinu með 71 mark. Þórir í undan- úrslit í fjórt- ánda skipti - Noregur mætir Spáni á morgun AFP Spánn Leikmenn Noregs fagna marki gegn Rússum og Þórir Hergeirsson þjálfari fylgist einbeittur með. Spánn er mótherjinn í undanúrslitum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skor- aði fyrsta mark þýsku meistaranna Bayern München í gærkvöld þegar liðið sigraði Benfica frá Portúgal 4:0 í lokaumferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Karólína og Glódís Perla Viggósdóttir léku allan leikinn með Bayern sem hafði þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum. Karólína skoraði einnig fyrir Bayern í Meist- aradeildinni á síðasta tímabili. Þetta var hennar þriðji leikur í keppninni í vetur en Karólína hefur á meðan að- eins fengið tækifæri í einum leik í þýsku deildinni. Skoraði í Meist- aradeildinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mark Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Bayern yfir gegn Benfica. Stephen Curry sló í fyrrinótt met Rays Allens yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deild- arinnar í körfuknattleik þegar hann setti niður fimm slíkar í 105:96 sigri liðs hans Golden State Warriors gegn New York Knicks. Curry þurfti aðeins eina körfu til þess að jafna met Allens og tvær til að slá það og var þegar búinn að gera það í fyrsta leikhluta. Endaði hann með 22 stig. Alls hefur Curry nú skorað 2.976 þriggja stiga körf- ur á ferli sínum en fyrra met Allens frá árinu 2014 var 2.973 slíkar. Curry náði NBA- metinu af Allen AFP Ánægður Stephen Curry fagnar metinu í leiknum í New York. Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Breiðablik þegar liðið vann 91:68- stórsigur gegn Keflavík í úrvals- deild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í 13. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 91:68-sigri Breiðabliks en Isabella Ósk skoraði 25 stig og tók 14 fráköst í leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en Breiðablik skoraði 24 stig gegn 10 stigum Keflavíkur í fjórða leikhluta og þar réðust úrslitin. Michaela Kelly átti enn einn stór- leikinn fyrir Breiðablik og var með tvöfalda þrennu, 19 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar, en Anna Ing- unn Svansdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig og sjö frá- köst. Breiðablik er með tvö stig í sjöunda sætinu en Keflavík með átta stig í því fimmta. _ Þá vann Fjölnir sigur gegn Grindavík í HS Orku-höllinni í Grindavík og styrkti þar með stöðu sína í toppbaráttunni. Morgunblaðið/Unnur Karen Tvenna Keflvíkingurinn Eygló Kristín Óskarsdóttir reynir að verjast Blikanum Isabellu Ósk Sigurðardóttur í Smáranum í Kópavogi í gær. Óvæntur stórsigur Blika gegn Keflavík Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Síðdegis í dag kemur í ljós hverjir andstæðingar Íslendinga verða í Þjóðadeild UEFA í karlaflokki í knattspyrnu sumarið 2022. Þá verður dregið í riðla keppninnar en Ísland er í B-deildinni í fyrsta sinn eftir að hafa verið í A-deild í tvö fyrstu skiptin sem keppnin var haldin. Árangur íslenska karlalandsliðs- ins á árunum 2012-2018 færði því sæti í A-deild fyrstu keppninnar haustið 2018 en Ísland var þá í hópi tólf þjóða sem hana skipuðu. Íslenska liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum gegn Sviss og Belgíu en hélt sæti sínu í A-deild þar sem liðum var fjölgað úr tólf í sextán fyrir keppnina haustið 2020. Þá tapaði íslenska liðið sex leikj- um gegn Belgíu, Danmörku og Englandi og féll þar með niður í B- deildina. Ísland er í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag ásamt Svíþjóð, Úkraínu og Bosníu, en þessi þrjú lið féllu líka úr A-deildinni. Í öðrum flokki eru Finnland, Noregur, Skotland og Rússland og Ísland mætir einu þeirra. Í þriðja flokki eru Ísrael, Rúm- enía, Serbía og Írland, og Ísland mætir einu þeirra. Í fjórða flokki eru Slóvenía, Svartfjallaland, Albanía og Arm- enía og Ísland mætir einu þeirra. Að þessu sinni fara fjórir leikir keppninnar fram dagana 2.-14. júní næsta sumar og síðustu tveir leik- irnir 22.-27. september. Þessi tíma- setning keppninnar er til komin vegna HM í Katar sem fer fram í nóvember og desember. Fjórir leikir í Þjóða- deildinni í júní Ljósmynd/Robert Spasovski Fyrirliði Birkir Bjarnason gæti spilað fjóra landsleiki í júní.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.