Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 73
ÍÞRÓTTIR 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Lengsta keppnistímabili ís-
lensks fótboltaliðs lýkur í kvöld
þegar Breiðablik mætir stjörnum
prýddu liði París SG í frönsku
höfuðborginni.
Blikakonur hófu Íslands-
mótið 4. maí og hafa því verið að
í sjö og hálfan mánuð. Frá 13.
febrúar og samtals í tíu mánuði
ef miðað er við fyrsta mótsleik
ársins.
Þátttaka í keppni eins og
Meistaradeildinni þar sem leikið
er gegn stórveldum eins og PSG
og Real Madrid hefur verið mikið
ævintýri fyrir Kópavogsliðið.
Því miður hefur þeim græn-
klæddu ekki tekist að skora
mark í fimm leikjum í keppninni
og líkurnar á að það takist gegn
besta liði riðilsins sem er með
markatöluna 19:0 í fimm leikjum
eru ekki sérlega miklar.
Það hefði verið gaman að sjá
Blikaliðið sem vann meistaratitl-
inn 2020 fara í Meistaradeildina
2021 með leikmenn eins og
Sveindísi Jane, Karólínu Leu og
Alexöndru, sem allar fóru í at-
vinnumennsku, og reynslubolt-
ann Rakel Hönnudóttur innan-
borðs.
Þá værum við ekki enn að
bíða eftir marki í sjöttu og síð-
ustu umferðinni.
En af þessu hlýst gríðarleg
reynsla sem kemur liði og leik-
mönnum til góða á næstu árum.
Ísland er svo hátt skrifað í
evrópskum kvennafótbolta að
landið fær tvö lið í Meistaradeild-
inni og Breiðablik og Valur verða
því aftur í keppninni að ári.
Sæti í riðlakeppninni er áfram
raunhæft markmið fyrir bæði lið
og jafnframt spennandi gulrót
fyrir önnur íslensk félög sem
reyna að velta þeim „tveimur
stóru“ úr sessi.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Subway-deild kvenna
Breiðablik – Keflavík ........................... 91:68
Grindavík – Fjölnir............................. 96:111
Valur – Haukar .................................. (44:53)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Staðan fyrir leik Vals og Hauka:
Njarðvík 11 9 2 750:680 18
Fjölnir 11 8 3 909:837 16
Valur 9 6 3 700:643 12
Haukar 7 4 3 474:452 8
Keflavík 10 4 6 795:781 8
Grindavík 12 3 9 877:1000 6
Breiðablik 10 1 9 696:808 2
Skallagrímur hætti keppni.
Evrópubikar FIBA
J-RIÐILL:
Crailsheim – Antwerp Giants ............ 91:86
- Elvar Már Friðriksson skoraði 22 stig
fyrir Antwerp, átti níu stoðsendingar og
tók fimm fráköst.
_ Reggiana 2/0, Kiev 1/1, Crailsheim Merl-
ins 1/1, Antwerp Giants 0/2.
Danmörk
Amager – Falcon ................................. 61:62
- Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 13 stig
fyrir Falcon, tók fimm fráköst og átti tvær
stoðsendingar á 33 mínútum.
_ Falcon 14, Amager 10, Sisu 6, Herlev 4,
Aabyhöj 2.
NBA-deildin
Brooklyn – Toronto .................. (frl) 131:129
New York – Golden State .................. 96:105
Portland – Phoenix........................... 107:111
_ Efst í Austurdeild: Brooklyn 28/8, Chi-
cago 17/10, Milwaukee 18/11, Cleveland 17/
12, Miami 16/12, Philadelphia 15/13, Wash-
ington 15/13, Charlotte 15/14.
_ Efst í Vesturdeild: Golden State 23/5,
Phoenix 22/5, Utah 19/7, Memphis 17/11,
LA Clippers 16/12, LA Lakers 15/13, Dall-
as 14/13, Denver 14/13, Minnesota 12/15.
4"5'*2)0-#
Amanda Andradóttir, landsliðs-
konan unga í knattspyrnu, er geng-
in í raðir sænska félagsins Kristi-
anstad, þar sem hún mun leika
undir stjórn Elísabetar Gunnars-
dóttur. Amanda fékk samningi sín-
um rift við norska félagið Våle-
renga eftir eitt tímabil með því en
þangað kom hún frá Nordsjælland í
Danmörku. Hefur hún nú skrifað
undir tveggja ára samning við
Kristianstad. Amanda verður 18
ára á laugardaginn kemur en hún
lék þrjá fyrstu A-landsleiki sína í
haust.
Amanda komin
til Elísabetar
Morgunblaðið/Eggert
Svíþjóð Amanda Andradóttir er
komin til Kristianstad.
Bjarni Ólafur Eiríksson, einn af
reyndustu knattspyrnumönnum
landsins, hefur lagt skóna á hilluna.
Bjarni, sem er 39 ára gamall, á að
baki 22 ár í meistaraflokki en hann
lék með Val frá 2000 til 2019 og er
leikjahæsti leikmaður félagsins í
efstu deild frá upphafi með 244
leiki. Hann varð Íslandsmeistari
með Val 2007, 2017 og 2018 og bik-
armeistari 2005, 2015 og 2016.
Bjarni lék um skeið með Silkeborg í
Danmörku og Stabæk í Noregi og
lauk ferlinum hjá ÍBV undanfarin
tvö tímabil. Hann lék 21 landsleik.
Hættur eftir 22
ár í fremstu röð
Morgunblaðið/Eggert
Hættur Bjarni Ólafur Eiríksson lék
fyrst með Valsmönnum árið 2000.
lítið hakkaður í dag en þetta var því-
lík upplifun. Þetta var geggjað og
gott að koma félaginu aftur þangað
sem hann á heima. Þetta félag á ekki
heima í næstefstu deild, það er
nokkuð ljóst.“
Reglan um útivallarmörk var enn
í gildi þar sem ný regla UEFA um
afnám útivallarmarka hafði ekki tek-
ið gildi þegar tímabilið í Svíþjóð
byrjaði í apríl. Því hefði 2:1-sigur
nægt Helsingborg en Böðvar sagði
að Halmstad hefði komist nálægt því
að jafna metin þegar leikar stóðu
þannig.
„Það voru útivallarmörk ennþá og
við vorum enn í mjög góðum séns þó
við hefðum tapað fyrri leiknum 0:1.
Halmstad fékk dauðafæri í stöðunni
2:1 í seinni leiknum þannig að það
var ekki eins og þetta væri alveg
komið þá, en svo gera þeir mistök
undir lokin og við skorum og þá var
þetta komið.“
Alltaf í byrjunarliði
Böðvar lék 27 af 30 leikjum Hels-
ingborg í B-deildinni á tímabilinu
auk leikjanna tveggja í umspilinu,
hvern einasta þeirra í byrjunarliði.
Hann kvaðst ánægður með eigin
frammistöðu á tímabilinu. „Já, ég er
mjög sáttur. Ég var að koma frá Pól-
landi þar sem ég var mikið meiddur
síðasta eitt og hálft ár. Með hjálp
sjúkraþjálfaranna hérna, einn þeirra
er að vinna með sænska landsliðinu,
náði ég að komast í geggjað stand,
sem var akkúrat það sem ég þurfti á
að halda.
Ég missti af þremur leikjum, í öll-
um þeirra var ég í banni. Ég missti
því ekki af neinum leik vegna
meiðsla en svo í síðasta leiknum fór
nárinn gjörsamlega eftir að við feng-
um bara tvo daga á milli leikja. Það
er samt ekkert sem ég græt enda
fórum við upp.“
Opinn fyrir því að vera áfram
Böðvar gekk til liðs við Helsing-
borg í mars á þessu ári og samdi út
þetta tímabil eftir erfiða dvöl hjá
pólska liðinu Jagiellonia Bialystok
sem markaðist af miklum meiðslum.
Þegar blaðamaður innti hann eftir
framhaldinu var Böðvar einmitt á
leið til fundar með forsvarsmönnum
Helsingborg og sagði að hann myndi
vita það betur hver staðan væri að
honum loknum.
„Það var meðvituð ákvörðun hjá
mér þegar ég kom hingað að ég ætl-
aði ekki að skrifa undir tveggja til
þriggja ára samning einhvers staðar
eftir Póllandsdvöl mína. Þá langaði
mig frekar að gera eins árs samning
og taka svo stöðuna eftir það, sjá
hvar ég kann vel við mig og hvað ég
vildi gera. Vonandi kemur eitthvað
jákvætt út úr þessum fundi á eftir,
við sjáum til,“ sagði Böðvar.
Aðspurður hvort hann myndi
sjálfur vilja vera áfram hjá Hels-
ingborg sagði Böðvar: „Já, ég myndi
100 prósent skoða það.“ Þá sagðist
hann einnig reikna með því að Hels-
ingborg myndi vilja halda honum í
sínum röðum. „Ég spilaði alla leiki
og við komumst upp þannig að ég á
frekar von á því að eitthvað jákvætt
gerist á fundinum á eftir,“ sagði
Böðvar að lokum í samtali við
Morgunblaðið.
Aldrei verið jafn stressaður
- Böðvar Böðvarsson var í lykilhlutverki hjá Helsingborg sem komst aftur upp í
úrvalsdeildina eftir æsispennandi umspil - Vonast til að leika áfram með liðinu
Ljósmynd/Helsingborg
Helsingborg Böðvar Böðvarsson, fyrir miðju, fagnar úrvalsdeildarsætinu með tveimur liðsfélögum sínum.
SVÍÞJÓÐ
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sænska knattspyrnufélagið Hels-
ingborg tryggði sér sæti í úrvals-
deildinni þar í landi eftir árs fjarveru
á ævintýralegan hátt þegar liðið bar
sigurorð af Halmstad í síðari leik lið-
anna í umspili um laust sæti í deild-
inni á þriðjudagskvöld. Eftir að hafa
tapað fyrri leiknum á heimavelli 0:1
vann Helsingborg frækinn 3:1-
útisigur í síðari leiknum og 3:2-sigur
samanlagt, þar sem tvö marka liðs-
ins í þeim síðari komu undir lok
leiks. Hafnfirðingurinn Böðvar
Böðvarsson festi sig vel í sessi í
vinstri bakvarðarstöðunni hjá Hels-
ingborg og var einn lykilmanna þess
í B-deildinni á tímabilinu.
„Tilfinningin er frábær. Við náð-
um að koma okkur í umspilið á mjög
dramatískan hátt þar sem við vorum
0:2 undir og náðum að jafna undir
lokin í lokaumferðinni. Svo í um-
spilinu töpuðum við náttúrlega fyrri
leiknum en náðum síðan að klára
þetta í gær [í fyrrakvöld]. Mark-
miðið var auðvitað að fara beint upp
en við náðum því nú ekki alveg.
Tímabilið var svolítið upp og niður
hvað úrslitin varðar en að ná að
klára þetta svona var bara ennþá
betra,“ sagði Böðvar í samtali við
Morgunblaðið.
Hann var farinn af velli vegna
meiðsla þegar Helsingborg skoraði
annað og þriðja mark sitt undir lok
síðari leiksins. „Ég var alveg hakk-
aður í náranum eftir fyrri leikinn
gegn Halmstad og náði að koma mér
í ágætis stand fyrir síðari leikinn
með hjálp sjúkraþjálfara, verkjalyfj-
um og öðru. Svo eftir 65 mínútur
fann ég að ég gat ekki tekið sprett
lengur, ég fékk einhvern smell í nár-
ann og bað um skiptingu,“ útskýrði
Böðvar og sagðist hafa átt í erfið-
leikum með að fylgjast með restinni
af leiknum af bekknum.
Gjörsamlega að fríka út
„Ég hef aldrei verið jafn stress-
aður og að vera á bekknum að horfa
á þetta, ég var gjörsamlega að fríka
út. Þegar við skoruðum annað mark-
ið þá tók ég sprettinn yfir til stuðn-
ingsmannanna og þá fékk ég bara
ennþá meira í nárann. Því er ég svo-
„Þessi leikur gegn París SG leggst
mjög vel í okkur og við erum
spennt,“ sagði Ásmundur Arn-
arsson, þjálfari Breiðabliks, á fjar-
fundi með blaðamönnum gær en
Breiðablik mætir París SG í lokaleik
sínum í B-riðli Meistaradeildar
kvenna í knattspyrnu í París í dag.
Blikar eru án stiga í neðsta sæti
riðilsins en liðið bíður ennþá eftir
sínu fyrsta marki í keppninni í ár.
„Þetta er lokaleikur riðlakeppn-
innar og að sjálfsögðu viljum við
standa okkur vel. Þetta hefur verið
mikil og góð reynsla fyrir leikmenn
liðsins þótt úrslitin hafi kannski ekki
verið okkur hagstæð. Það eru allir
leikmenn liðsins heilir heilsu og
klárir í slaginn. Þetta verður erfiður
leikur en við erum staðráðnar í því
að skora mark gegn þeim,“ sagði Ás-
mundur.
Tímabilinu á Íslandi lauk 1. októ-
ber og hafa einu keppnisleikir Blika
því komið í Meistaradeildinni síð-
ustu mánuði.
„Þessi riðlakeppni hefur verið
mikil áskorun fyrir alla sem að þessu
koma. Leikmenn hafa þurft að halda
sér á tánum á milli tarna en miðað
við allt er standið á hópnum skrambi
gott og við myndum hvergi annars
staðar vilja vera.“
Morgunblaðið/Unnur Karen
Sókn Agla María Albertsdóttir sæk-
ir að marki PSG á Kópavogsvelli.
Riðlakeppnin mikil áskorun fyrir alla