Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
H
allgrímur Helgason
bregst ekki aðdáendum
sínum. Með bókinni
Sextíu kíló af kjafts-
höggum fylgir hann eftir verð-
launaverkinu Sextíu kíló af sólskini
(2018) og er sú bók ekki síðri.
Þegar hér er komið sögu er síld-
in komin til að vera á Siglufirði.
Árið er 1906 og komin er þriggja
ára reynsla á veiðarnar og sífellt
fleiri flykkjast til
staðarins í von
um gróða eða
betra líf. Gríðar-
legur fólksfjöldi
safnast saman í
plássinu og úr
verður hálfgert
villt vestur, eða
villt norður
kannski frekar.
Drykkja, slagsmál og kynlíf eru
jafn stór hluti hins daglega lífs og
síld í tunnum. Síldveiðar, síldar-
verkun og ekki síst síldarleysi eru
þó vissulega miklir áhrifavaldar í
lífi fólks.
Það er ekki annað hægt en að
dást að þeirri vinnu sem greinilega
liggur að baki þessari aldarfarslýs-
ingu. Leið Íslendinga liggur úr
torfkofum í timburhús og Hall-
grímur fer á kostum í lýsingu sinni
á þeirri vegferð.
Gestur, drengurinn sem við
fylgdumst með vaxa úr grasi í Sex-
tíu kílóum af sólskini, er orðinn 18
ára og þrátt fyrir ungan aldur er
hann fyrirvinna fimm manna heim-
ilis. Við tekur hörð barátta fyrir
betra lífi í hringiðu framfara auk
þess sem hann þarf að læra á
kvenfólk, kynlíf og ást.
Hinir vel stæðu framkvæmda-
menn Eviger-bæður bjóðast til að
kaupa Skriðujörðina þaðan sem
Gestur og hans fólk flúði eftir
snjóflóð og þá eygir hann loks
möguleika á bættum hag.
Hallgrímur hefur fengið verð-
skuldað hrós fyrir samfélagsgrein-
ingu sína og þá misfögru en áhrifa-
miklu mynd sem hann dregur upp
af lífinu á Segulfirði/Siglufirði í
kringum aldamótin 1900. Þótt
þetta sé svo sannarlega mögnuð
lýsing á samfélaginu þá eru lýsing-
arnar af fjölskyldulífinu, hinum
persónulegu sigrum og ósigrum
persónanna og þroska Gests ekki
síðri.
Í mínum augum er þetta nefni-
lega ekki síður saga einstakling-
anna. Glíma Gests við föður-
hlutverkið í hinum ýmsu myndum
kallast á við æsku hans, sem við
kynntumst í fyrri bókinni, og fað-
ernisvangavelturnar sem ein-
kenndu uppvöxtinn. Átökin eru
nefnilega ekki minna dramatísk í
einkalífinu og þeim má ekki
gleyma þegar talað er um þetta
stórvirki Hallgríms. Þetta er ást-
arsaga, þroskasaga og fjölskyldu-
saga til jafns við að vera saga
þjóðfélags, og fárviðrinu og sól-
skinsdögunum í sálarlífinu skilar
Hallgrímur á síður bókarinnar af
miklu innsæi.
Hallgrímur er höfundur af
gamla skólanum, minnir helst á
Laxness, já eða Dickens, á menn
sem skrifuðu stórar sögur í öllum
skilningi orðsins og veigruðu sér
ekki við að setja fram dramatík í
miklum textabálkum.
Lesandinn þarf vissulega að
vopnast þolinmæðinni því Hall-
grímur er að vanda ófeiminn við
orðaflauminn og útúrdúrana. Það
kom alveg fyrir að mér þætti nóg
um þegar Hallgrímur gleymir sér í
lýsingum á einhverju sem erfitt er
að sjá að bæti frásögnina. En þeg-
ar sú staða kom upp var höfund-
urinn yfirleitt snöggur að skella
fram einhverju stórbrotnu. Svo
það er um að gera að leyfa sér
bara að hrífast með höfundinum í
frásagnargleðinni, það margborgar
sig.
Hallgrímur er duglegur að
minna á sig, rödd höfundarins er
sterk. Nokkur innskot koma
greinilega frá 21. öldinni, flatskjáir
og önnur síðari tíma fyrirbæri
skjóta upp kollinum. Þessi nær-
vera hans getur hæglega farið í
taugarnar á lesendum en við græð-
um að vissu leyti á því að fá frá-
sögnina af þessum fyrstu áratug-
um tuttugustu aldar með augum
manns frá 21. öldinni. Hallgrímur
varpar ljósi á ýmsa atburði sem
hefðu ekki farið hátt á þessum
tíma og segir sannkallaðar me-too-
sögur, gleymdar sögur úr arfi
þjóðar sem ekki kynntist því hug-
taki fyrr en öld síðar.
Verkið er augljóslega framhald
af því sem á undan kemur og
kannski ekki margt sem kemur
lesandanum á óvart í stíl eða frá-
sagnarmáta. En þessi bók er ekki
síðri en verðlaunaverkið sem á
undan kom og þessi sagnabálkur
Hallgríms er þannig úr garði gerð-
ur að mann langar sífellt að heyra
meira.
Verkinu lýkur árið 1918. Þá er
mikið vatn runnið til sjávar, bæði í
lífi persónanna og sögu samfélags-
ins. Sextíu kíló af kjaftshöggum
endar þannig að ljóst er að höf-
undurinn ætlar sér að halda áfram
frásögninni í nýrri bók og það er
ekki annað hægt en að gleðjast
yfir því.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hallgrímur „Það er um að gera að leyfa sér bara að hrífast með höfundinum
í frásagnargleðinni, það margborgar sig,“ segir gagnrýnandi.
Sólskin og fárviðri
í síldveiði og sálarlífi
Skáldsaga
Sextíu kíló af kjaftshöggum
bbbbm
Eftir Hallgrím Helgason.
JPV útgáfa, 2021. Innbundin, 544 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég hélt að þetta væri eitthvert grín
þegar hringt var í mig,“ segir mynd-
listarmaðurinn Þór Vigfússon sem
hlaut í gær Gerðarverðlaunin fyrir
ríkulegt framlag sitt til höggmynda-
og rýmislistar á Íslandi.
„Þetta kom mér svolítið á óvart.
Þetta er náttúrlega bara mikill heið-
ur og auðvitað kemur þetta sér vel,“
segir hann og lýsir yfir miklu þakk-
læti.
Gerðarsafn stendur fyrir verð-
laununum sem eru kennd við Gerði
Helgadóttur myndhöggvara (1928-
1975). „Maður finnur nú aðeins til
minnimáttarkenndar ef maður horf-
ir á Gerði og hennar feril. Það eru
engin smá afköst, eitthvað sem ég
get ekki státað af.“ Verðlaun þessi
voru nú veitt í annað sinn.
Þór er hógvær og segist lítið hafa
velt fyrir sér verðlaunum eða viður-
kenningum. Hann segist þó vera
ánægður með þetta framtak Kópa-
vogsbæjar og Gerðarsafns.
Hann leggur áherslu á að fólkið í
kringum hann eigi meira í þessum
verðlaunum. „Fólkið sem maður hef-
ur umgengist á þetta eiginlega
meira. Þótt maður hafi kannski ekki
verið í samstarfi þá líður manni vel
að hafa verið í samskiptum við gott
fólk og að þekkja gott fólk. Það er
aðalatriðið.“
Á 45 ára ferli sínum hefur Þór (f.
1954) komið víða við. Þegar hann er
beðinn að líta yfir farinn veg og
segja nokkur orð um ferilinn segir
hann: „Ég var ungur þegar ég
heyrði listfræðing tala um það að
það væri svo andstætt sköpuninni að
tala mikið um eigin feril eða afrek
svo ég tók hann á orðinu og hef ekk-
ert verið að velta mér upp úr því sem
ég hef verið að gera eða að halda
utan um það. Ég er algjörlega af
gamla skólanum og vissi kannski
ekki betur, hélt að maður ætti bara
að dunda í sínu.“
Sterk höfundareinkenni
Í tilkynningu frá Gerðarsafni seg-
ir að Þór hafi „ætíð fundið persónu-
lega leið í listsköpun sinn“ og um-
sögn dómnefndar fylgir:
„Verk Þórs hafa alla tíð legið á
mörkum flatar og þrívíddar og í
seinni tíð eru þau einföld á yfirborð-
inu; gerð úr gleri, plexigleri, spegl-
um eða formica með einlitum hrein-
um flötum. Þau hafa mörg einkenni
mínimalismans, eru tæknilega vel
unnin og í þeim er oft falin stöflun,
endurtekning eða samhverfa sem
brotin er upp með hreinum litaflöt-
um. Speglun verkanna virkar þannig
að mörkin á milli flatar og þrívíddar
verða óljós og breytast eftir afstöðu
áhorfandans.
Önnur verkasería Þórs er allt að
því alger andstæða þessara verka,
en það eru flækjuskúlptúrar hans úr
hreinum iðnaðarefnum, sem hann
hnoðar saman og beygir og sveigir í
mikla hnúta. Þessi ólíku verk Þórs
Vigfússonar bera í sér sterk höfund-
areinkenni.“
Dómnefnd Gerðarverðlaunanna
2021 skipa Kristinn E. Hrafnsson
myndlistarmaður, sem tilnefndur er
af Gerðarsafni, Svava Björnsdóttir
myndhöggvari, tilnefnd af Sambandi
íslenskra myndlistarmanna, og
Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður
Gerðarsafns.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Verðlaunahafi „Þetta er náttúrlega bara mikill heiður,“ segir Þór.
Ríkulegt fram-
lag til listar
- Þór Vigfússon fær Gerðarverðlaunin
ECCO EASY INNISKÓR
ÚR NUBUCK LEÐRI OG FÓÐRAÐIR AÐ INNAN MEÐ LAMBSULL
10.995.- / St. 40-46
Vnr.: E-531834
10.995.- / St. 36-41
Vnr.: E-231873
10.995.- / St. 40-46
Vnr.: E-531834
10.995.- / St. 36-41
Vnr.: E-231873
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE