Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 84
go
crazy
14. - 23. DESEMBER
aföllumvörum
*
25%
Sparadu-
*Gildir ekki af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði.
JÓLAMARKAÐUR UM HELGINA!
MÖNDLUVAGNINN MÆTIR Á
LAUGARDAG OG NÓI SÍRÍUS BÝÐUR
UPP Á HEITT SÚKKULAÐI Á
SUNNUDAG.
s: 522 4500 - www.ILVA.is
ILVA Korputorgi
Lau og sun 12-20
Virkir dagar 11-20
Aðfangadagur lokað
ILVA Akureyri
Alla daga fram að jólum er
opið 11-22
Aðfangadagur 10-13
FRÍ HEIMSENDING
Þegar keyptar eru smávörur
fyrir 9.900 kr. eða meira.Kór Hallgrímskirkju býður til jólatónleika, sem bera
yfirskriftina Leyndardómur jólanna, í kvöld, hinn 16.
desember, klukkan 20. Flutt verða verk eftir Macmillan,
Britten, Victoria, Handel, Þorvald Örn Davíðsson og
Svanfríði Gunnarsdóttur ásamt fleirum.
Tónleikarnir eru fyrstu tónleikar kórsins, sem stofn-
aður var í ágúst. Stjórnandi hans er Steinar Logi Helga-
son. Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran syngur einsöng og
einleikari á tónleikunum verður Baldvin Oddsson
trompetleikari.
Fjölbreytt dagskrá á fyrstu jóla-
tónleikum Kórs Hallgrímskirkju
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þetta var geggjað og gott að koma félaginu aftur
þangað sem það á heima. Þetta félag á ekki heima í
næstefstu deild, það er nokkuð ljóst,“ segir knatt-
spyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson sem tók þátt í að
koma gamla stórveldinu Helsingborg upp í sænsku
úrvalsdeildina á nýjan leik eftir mikla dramatík. »73
Á ekki heima í næstefstu deild
ÍÞRÓTTIR MENNING
og Rupp eigi allar
nýtísku græjur.
„Þeir eru alltaf með
grænjaxlahandbók-
ina í útilegum en líka
snjallsíma. Andrés er
mikill skapmaður en
hann fylgir þjóðfélags-
breytingum. Deilur
hans við Jónas ná-
granna felast í rifrildi
og að henda rusli yfir
girðinguna frekar en
hörðum slagsmálum eins
og voru einkennandi fyrir
þá áður.“ Áður hafi Jóa-
kim ekki hikað við að
hirða fornminjar en nú
láti hann sér nægja að
hafa séraðgang að þeim
fyrir sig og sína.
Svala kynntist Andrési sem
barn hjá frændum sínum. „Einn
þeirra gerðist dönskukennari og
kennir enn dönsku,“ segir hún um
áhrif sagnanna, en hún hefur kom-
ið að útgáfu á Andrési Önd og fé-
lögum í nær 30 ár. Henni finnst
Hexía de Trix ásamt Ripp, Rapp
og Rupp einna skemmilegust og
nær góðri tengingu við aðra í fjöl-
skyldunni. „Fyrir kemur að mér
finnst ég vera hluti hennar enda
þekki ég karakterana óhugnanlega
vel og er stundum kölluð Andrés-
ína,“ segir hún. Samt hafi sér
komið í opna skjöldu að sjá eina
sögu í Syrpunni í ágúst gerast á
Íslandi. „Það var gaman að sjá
Guffa og Mikka á mínum heima-
slóðum, í hvalaskoðun í Skjálf-
andaflóa og í ferð við Goðafoss.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Jólasyrpa 2021 er komin út en út-
gáfa hennar hófst fyrir jólin 2007
og er þetta því 15. bókin. „Fyrir
marga er útgáfa hennar byrjunin á
jólunum,“ segir Svala Þormóðs-
dóttir, útgáfustjóri hjá Eddu út-
gáfu.
Fyrsta Andrésblaðið á íslensku
var gefið út 16. maí 1983. Það er
selt í áskrift eins og Syrpan og
kemur út á þriðjudögum en Syrp-
an, sem er í kilju og kom fyrst út á
íslensku 1994, kemur út einu sinni
í mánuði. Fyrsta Risasyrpan kom
út á íslensku 2008. Auk þess eru
Andabæjarsögur reglulega gefnar
út í bókum fyrir yngstu börnin.
„Til eru sögur af Andrési og fé-
lögum fyrir alla aldursflokka,“
segir Svala.
Jólasyrpan er innbundin og ekki
í áskrift en fæst í bókabúðum eins
og blöðin, Syrpurnar og Risasyrp-
urnar. Svala segir að vinsældir
Jólasyrpunnar megi rekja til þess
að sögurnar séu sambærilegar og í
hefðbundnu Syrpunum nema að
þær snúist allar um jól.
„Karakterarnir halda sér en
jafnvel þeir leiðinlegustu og
grimmustu, eins og Hexía de Trix
og Bjarnabófarnir, verða ótrúlega
meyrir um jólin.“ Jóakim Aðalönd
tími auðvitað ekki að halda jól en
mæti í jólamatinn til ömmu eins og
aðrir í fjölskyldunni. „Honum
finnst þetta soddan óþarfi
nema hægt sé að græða á því,“
segir hún með tilþrifum.
Kölluð Andrésína
Sögurnar í Syrpunni eru
ítalskar en skandinavískar í
Andrésblöðunum. Öll ís-
lenska útgáfan er unnin í
samvinnu við danska fyrir-
tækið Egmont en Edda
er í eigu Árvakurs, út-
gefanda Morgunblaðs-
ins. Sigríður Halldórs-
dóttir þýðir Syrpuna en
Jón Stefán Kristjánsson
Andrésblöðin. Svala
bendir á að karakterarnir
hafi breyst í tímans rás
og sögurnar fylgi nútím-
anum. Persónur fari til
tunglsins og Ripp, Rapp
Jólasyrpan byrjunin
- Grimmir karakterar meyrir um jólin - Fimmtánda bókin
Morgunblaðið/Eggert
Jólasyrpa 2021 Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri Eddu, með nýjustu bókina.