Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 19
17
„Virðingargjörð á timburhúsum á
Reykjarfjarðar verzlunarstað
haustið 1878.“
1. Íveruhús stendur syðst og hæðst, sérstakt: 27 álna langt, 10
álna breytt, 8 ¾ álna hátt. Vesturendinn er gamall og mjög
fúinn, hann er 15 álna langur. Hitt af húsinu er nýrra en þó
byggt úr gömlum húsum. -- Húsið er með 5 fögum á hvorri
hlið, 1 á vestur enda en 2 á austur gafli. – Tvennar útidyr, 3
stofur, 1 kontór, 3 kamers, 2 spísskamers, 2 kokkhús, 2
skorsteinar 50 álnir, 3 kamers uppi og 6 rúm. Húsið er virt á
1500 krónur.
2. Krambúð sem stendur norðast og neðst, áföst við pakkhús:
Búðin er 10 álna löng, 9 álna breið, 8 ½ alin á hæð með 2 fög
á annari og 1 á hinni hliðinni, 1 á stafni með lopti og gólfi.
Nýleg og kjallari undir. Virt kr. 700.
3. Pakkhúspartur jafngamall búðinni: óþiljaður með lopti fyrir
ull og gólfi og kjallara undir, 4 álna langt en breidd og hæð er
eins og á búðinni. Þessi húspartur er ætlaður fyrir ýmislegt svo
sem tóverk, járn, brauð, kaffi , sykur, leður, vigt, lit, saum osfrv.
Með 1 gluggafag á hlið. Virt kr. 300.
4. Pakkhús áfast við ofanskrifað: breidd 6 ¾ alin, lengd 19 álnir,
3 gluggar með pappaþaki, brotin og nokkuð fúin. Loptlaust
ætlað fyrir salt, kol og fleira. Virt krónur 300.
5. Pakkhús gamalt, stendur ofar sérstakt: á lengd 16 álnir, breidd
8 álnir, hæð 8 ½ álnir, 1 gluggi á hlið, með lopti fyrir ull og
fleira. Gólf er líka í húsinu, samt korn, grjóna og baunastíur
niðri. Saltfisk og viktarpláss gamalt. Virt kr. 300. [Upphæðir
óljósar.]
Finnbogastöðum 30. nóv. 1878
Guðmundur Magnússon hreppstjóri.
Virðingarmenn: Þorsteinn Þorleifsson ~ Jón Guðmundsson.
Heimild
Þjóðskjalasafn.
Skráð hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.