Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 36

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 36
34 stækka og stækka. Fullri stærð náði það beint á móti okkur undan Hamrinum. Þá fór það að minnka á ný er komið var inn á Eyjasundið nálægt Hrútey. Þegar skipin nálguðust Borðeyri gáfu þau hljóðmerki, píptu eins og við kölluðum það, og einnig er látið var úr höfn. Pabbi og Þorbjörn föðurbróðir minn, alltaf kallaður Bjössi (dó 1932), létu sig aldrei vanta í uppskipunarvinnu. Sama má segja um Elís frænda í Laxárdal. Frá Hlaðhamri að Borðeyri eru um 8 km (eins og hálfs tíma gangur). Þeir bræður fóru að vetrarlagi alltaf gangandi. Ég man að einhverju sinni er við Villi bróðir vorum úti á hlaði að fylgjast með Brúarfossi að pabbi kallar: „Hvar er Fossinn núna?“ „Hann er að byrja að minnka,“ sögðum við. Þá erum við að verða of seinir, heyrðist pabbi segja. Hann vissi nákvæmlega hvar skipið var statt, þurfti ekki að spyrja nánar um það. Kolamolar í fjörunni innan við Hamarinn Það kom einstöku sinnum fyrir er langvarandi stillur voru, að fjörðinn lagði út fyrir Borðeyri. Þá var skipað upp í Kjörseyrartanga. Einu sinni man ég að lagís náði út undir Hrútey. Það mun hafa verið í febrúar 1931. En einmitt á þeim stutta tíma sem lagísinn náði svona langt út fjörðinn kom skip, mig minnir Lagarfoss, og komst ekki nema rétt inn fyrir Hrútey. Skipið var með ýmsar vörur, m.a. svolítið af kolum sem skipað var upp í Hamarinn heima. Allt var flutt á sleðum til Borðeyrar, nema kolin sem afgreidd voru á staðnum og sá Bjössi frændi um það. Dálítið var eftir af kolum þegar gerði þíðu og ofsarok af landsynningi. Öldur gengu á land og sópuðu í sjóinn töluverðu af kolum, sem ekki höfðu verið borin nógu langt upp á land. Í mörg ár mátti finna einstaka kolamola sem rak upp í fjöruna innan við Hamarinn. Skipakomum fækkar til Borðeyrar Eftir að frystihúsið brann þurfti að aka sláturafurðum í frystihús. Fyrst var kjötið flutt í Borgarnes og í nokkur ár dálítið til Hvammstanga og Akraness, en fljótlega var farið að flytja það til Reykjavíkur. Ég held að eftir miðja 20. öld hafi mestallt kjötið verið flutt til Reykjavíkur. En síðast var slátrað á Borðeyri 1996.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.