Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 37
35
Fljótlega eftir bruna frystihússins fór skipakomum til Borðeyrar
að fækka. Í stórum dráttum má segja að vöruflutningar á landi
hafi aukist jafnt og þétt, m.a. vegna betri vega og stærri bíla og að
sama skapi dró úr vöruflutningum sjóleiðis til Borðeyrar.
Sérstaklega verður þessi þróun ör eftir 1960. Rétt fyrir 1980
afleggjast með öllu skipakomur til Borðeyrar.
Eftir 1978 er ekki lengur hægt að fylgjast með skipum sigla inn
Hrútafjörð. Skjaldbreið, skip Skipaútgerðar ríkisins, sem segja má
að hafi tekið við af Esju og Súðinni, kom um árabil tvisvar í
mánuði, en fækkaði síðar í eina ferð, og hætti alveg að koma til
Borðeyrar 1961. Um tímabil fluttu skip SÍS vissar vörur, svo sem
kol, bygginga- og girðingaefni. Síðasta skipið, sem kaupfélagið sá
um afgreiðslu á, kom með fóðurbæti í nóvember 1975. (Jónas
Einarsson. 1985. Kaupfélag Hrútfirðinga. Strandir 2, bls. 238 og
256. Búnaðarsamband Strandamanna.)
Skipakomur til forna
Mér þykir líklegt að strax á Landnámsöld hafi skip komið inn
Hrútafjörð. Hvað með þá sem námu land í Hrútafirði? Í
„Hvenær skyldi næst skips að vænta.“ Ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar
af Borðeyri 1886.