Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 39
37
vekr tal við Óláf, son sinn, þá er þau finnast, at hon vill, at hann
fari útan að vitja frænda sinna göfugra. (Íslendingasögur, fjórða
bindi. Laxdæla saga, Guðni Jónsson bls. 48. Íslendingasagna-
útgáfan, Reykjavík 1946). Ýmislegt gerist í sambandi við þessa
ferð. En sú verður niðurstaðan að Ólafur pá Höskuldsson fer til
Borðeyrar og tekur sér far með Erni stýrimanni, þá aðeins 18 ára.
Ég get ekki stillt mig um að nefna fræga setningu sem Ólafur pá
sagði er lent var í hafvillu á leiðinni frá Noregi til Írlands. Flestir
vildu fara í aðra átt en Örn stýrimaður og töldu að meirihluti ætti
að ráða. „Síðan var skotit til ráða Óláfs, en Óláfr segir: „Þat vil ek,
at þeir ráði, sem hyggnari eru. Því verr þykkir mér sem oss muni
duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman.
(Íslendingasögur, fjórða bindi. Laxdæla saga, Guðni Jónsson bls.
52. Íslendinga-sagnaútgáfan, Reykjavík 1946).
Betra er að fá skjóta sæmd en langa svívirðing, segir Ólafur pá
er hann afþakkar boð Mýrkjartans afa síns um konungsdóm eftir
sinn dag, og bjóst við að synir Mýrkjartans tækju því illa.
(Íslendingasögur, fjórða bindi. Laxdæla saga, Guðni Jónsson bls.
58. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík 1946). Um heimkomu
Ólafs pá segir svo í Laxdælu: „Óláfi byrjaði vel um sumarit. Hann
kom skipi sínu í Hrútafjörð á Borðeyri.“ (Íslendingasögur, fjórða
bindi. Laxdæla saga, Guðni Jónsson bls. 60. Íslendingasagnaútgáfan
Reykjavík 1946). Margt skemmtilegt má lesa í Laxdælu um hina
frægu för Ólafs pá.
Það má fastlega ætla að á Borðeyri hafi verið nokkuð samfelld
almenn verslun og kaupstefnur fram að einokunartímanum. Þá
tók fyrir skipakomur inn Hrútafjörð í hálfa þriðju öld, því
einokunarkaupmenn fengust ekki til að sigla inn fjörðinn vegna
ótta við ís og hættulegar innsiglingar.
Þáttaskil
Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður 1846. Héraðsbúar reru
að því öllum árum að fá skip til Borðeyrar í verslunarerindum og
þar var í fararbroddi Jón Jónsson kammerráð á Melum. Loks
rættist sá draumur. Hans A. Clausen stórkaupmaður í Stykkishólmi
sendir skip til Borðeyrar í verslunarerindum. Slík skip voru kölluð
„spekúlantaskip,“ en þeir „spekúlantar“ er þau sendu. (Jóhann
Hjaltason. Árbók Ferðafélags Íslands 1952, Strandasýsla, bls. 35.) Frá