Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 42
40
Ég er fæddur á Steinstúni í Árneshreppi 4. desember 1932. Þar
var æskuheimili mitt. Vinna mín sem barns og unglings var að
taka þátt í daglegri önn heimilisins, sem voru hefðbundin störf
við búskap, og öðru sem því tilheyrði.
Haustið 1952 varð það að ráði að ég færi til náms í
Samvinnuskólanum í Reykjavík. Undanfari þessarar ákvörðunar
var tveggja vetra dvöl við Reykjaskóla í Hrútafirði. Dvöl minni
lauk þar með landsprófi sem var námsáfangi frá gagnfræðaskólum
þess tíma. Ekki verður því neitað að það var meira en að segja það
að fara til Reykjavíkur til langdvalar, en sú áhætta var tekin og
ekki eftirsjá í því. Ýmislegt var það sem auðveldaði þessa ákvörðun,
má þar nefna að jafnaldri minn og fermingarbróðir, Sveinn
Sigmundsson frá Melum í Árneshreppi, var í skólanum, og fór
það svo að við urðum herbergisfélagar seinni hluta vetrar. Einnig
vissi ég að nokkrir skólafélagar mínir úr Reykjaskóla mundu vera
þar. Ekki spillti heldur að Samvinnuskólinn var vinsæll, nám þar
veitti almennt aðgang að góðri vinnu. Auk þess setti skólastjórinn,
Jónas Jónsson frá Hriflu, öðrum fremur svip á skólann og starfsemi
hans.
Að loknum öllum formsatriðum, svo sem inntökuprófi og öðru
sem tilheyrði, hófst skólastarfið með skólasetningu, þá sá ég Jónas
líklega fyrst.
Mér tókst bærilega að aðlagast þessum nýju aðstæðum, ég var í
glöðum hópi ungs fólks á svipuðum aldri og ég, reyndar sumir
Gunnsteinn Gíslason
frá Steinstúni
Heim um jólin