Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 44

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 44
42 skólanum og var þá enginn kostur annar en reyna að hafa símasamband við hann eða fara heim til hans. Ég fór nú í þann almenningssíma sem nærtækastur var og mér stóð hálfgerð ógn af og gerði tilraun til að ná sambandi við hann. Af einhverjum ástæðum, sem ég veit ekki hverjar voru, tókst þessi tilraun ekki, það var ekki svarað í símann heima hjá Jónasi, reyndi ég þó oftar en einu sinni. Nú var komið eitthvað fram á kvöld og ekkert annað úrræði en fara heim til hans og banka þar upp á sem mér hafði þá aldrei komið til hugar að ég ætti eftir að gera, hvað ég gerði samt. Strax var komið til dyra og minnir mig það væri dóttir Jónasar. Ég spurði eftir honum og kom hann fljótt fram í anddyrið. Ég bar erindið upp. Hann tók mér mjög ljúfmannlega og minnir mig hann spyrði mig eitthvað um málavexti og hvort þetta væri þá öruggur ferðamáti. Ég taldi svo vera og leyfið var auðsótt. Kvaddi ég þar með og var léttstígur heim eftir þessi málalok. Daginn eftir var mætt á flugvöllinn, eitthvað eftir hádegi. Kom þá á daginn að fleiri vantaði far norður í Árneshrepp en okkur Svein. Meðal þeirra var Trausti Magnússon, uppeldisbróðir minn frá Steinstúni, og kona hans, Sigrún Magnúsdóttir. Trausti hafði verið lasinn undanfarið og tóku þau þá ákvörðun og koma heim að Steinstúni og dvelja þar um jólin og ef til vill eitthvað lengur. Einnig voru í hópnum Sigríður Halldórsdóttir, húsfreyja á Eyri við Ingólfsfjörð, og sonarsonur hennar, Ólafur Ingólfsson, ellefu ára gamall. Ef til vill hafa verið einhverjir sem ætluðu bara til Djúpuvíkur þótt mér sé það gleymt, en leið okkar, sem ég hef talið upp, lá lengra norður í hreppinn (Árneshrepp). Í viðbót við farþegana var flutt um borð í flugbátinn mikið af pósti sem átti að fara til dreifingar um sveitina. Var þetta a.m.k. hluti af jólapóstinum sem ekki var útlit fyrir að kæmist á réttum tíma eins og á stóð. Aðrar vörur voru ekki enda var flutningur á almennum vörum ekki leyfður meðan verkfallið stóð yfir. Farþegarnir fylgdust af eðlilegum ástæðum ekki með hvernig vélin var lestuð en gengu um borð þegar skipun kom um það. Ekkert sérstakt var um flugferðina sjálfa en fyrir mig og fleiri var þetta ævintýri líkast og var í fyrsta skipti sem ég steig upp í slíkt farartæki. Flugveður var ekki virkilega gott, norðanátt og dimmviðri þegar norðar dró.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.