Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 47

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 47
45 lautir, virtist samt nýfallinn, og reyndist klofófærð en nú var ekki á öðru völ og vorum við sem þekktum landið meðvitaðir um það. Veðrið var heldur ekki gott, í viðbót við að komið var myrkur, norðaustan vindur og snjókoma var veðrið alveg í fangið. Ekki var ástæða að óttast að við myndum villast þrátt fyrir myrkur og dimmviðri, símastaurar voru með fram gönguleiðinni og einnig nokkrar hlaðnar grjótvörður frá gamalli tíð. Erfitt reyndist stundum að halda sleðanum á réttum kili og þurfti þá að laga farminn, og allt tafði það fyrir. Áfram var haldið og fór það svo að alltaf styttist heldur milli áningarstaða en áfram miðaði samt. Þreyttust hjónin, Sigrún og Trausti, fljótt og höfðum við áhyggjur af að þeim mundi verða þetta ofraun, en allt fór þó vel. Þar kom þó að komið var á há-Skörðin en þá tók við snarbrött brekka niður á undirlendið. Erfitt reyndist að draga sleðann upp frá Naustvík en nú tók við öllu brattari brekka en verið hafði upp frá Naustvíkurbænum. Vissulega var það léttir en menn máttu hafa sig alla við að missa ekki sleðann frá sér því þá hefði illa farið. Þar kom að brekkan var að baki og við vorum komin á undirlendið. Var gangan nú léttari og komið betra veður heldur en verið hafði yfir Skörðin. Var nú léttara yfir hópnum og stefnan tekin á Bæ. Síðasti áfanginn reyndist léttur og var komið eitthvað fram á kvöld þegar þangað var komið. Höfðum þá verið hátt í fjóra klukkutíma á leiðinni milli bæja. Ekki var að spyrja að móttökunum hjá þeim hjónum, Jensínu Óladóttur og Guðmundi P. Valgeirssyni, frænda mínum, og voru allir ferðalangarnir drifnir í hús. Þeir sem blautir voru og hraktir voru færðir í þurr föt og í alla staði veittur hinn besti beini. Sýnt var að við myndum ekki ná í áfangastað, heim að Steinstúni, þetta kvöldið en úr því sem komið var var það ekki áhyggjuefni. Réðst það svo að Sigrún og Trausti gistu í Bæ en ég fór að næsta bæ, Árnesi, og fékk gistingu hjá frænda mínum, Benedikt Valgeirssyni og konu hans, Oddnýju Einarsdóttur, og var ekki í kot vísað. Böðvar póstur fór að Finnbogastöðum sem var einnig steinsnar frá Bæ, þar var póstafgreiðsla og þar þurfti hann að koma við og skila hluta af póstinum og gisti þar um nóttina. Sveinn var sá eini sem komst á leiðarenda, að Melum, enda er stutt þangað frá Bæ og með sjó að fara. Er svo ekki að orðlengja að daginn eftir komumst við á leiðarenda sem var bærinn Steinstún í Norðurfirði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.