Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 49
47
„Konungsbréfalesturs- og Manntals-
þing í Árnesi 26. maí 1846.“
Boðin upp til vistar eftir bón hreppstjóra Magnúsar
Guðmundssonar:
a) Bjarni Bjarnason í Bæ, er yfirstandandi fardagaár hefir verið
þar húsmaður en nú er hælislaus, og vildi enginn taka
hann uppá neitt kaup.
b) Kristín Benónýsdóttir er þetta ár hefir verið til heimilis í
Byrgisvík en nú hvað vera vistarlaus. Bauðst bóndinn Óli
Viborg í Ófeigsfirði til að taka hana fyrir 2 vættir kaups í
einhverjum góðum og gildum aurum og bauð enginn
betur.
c) Ólafur Ólafsson er þetta ár hefir verið húsmaður í Byrgisvík,
og vildi enginn taka hann fyrir neitt kaup. Síðan var þinginu
slitið.
Jón Pétursson [sýslumaður].
Heimild
Þjóðskjalasafn.
Skráð hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.
Björgunarafrek
Í tilefni af tillögu amtsins þ. 12. júní f. á. þar sem hinni dönsku
stjórnarráðsskrifstofu var tilkynnt að bóndinn Guðmundur
Magnússon [1764-1828] á Melum í Trékyllisvík, sem með því að
leggja líf sitt í hættu hefði bjargað Jóni Grímssyni vinnumanni
frá að drukkna í sjónum, óskar nú eftir að fá greidda peninga í
staðinn fyrir heiðursmerkið, sem honum var veitt fyrir björgunina.
Með bréfi dags. 11. nóv. f.á. hefir hið háa ráðuneyti snúið sér til
mín og heimilað að G. Magnússyni skuli greiddir 16 ríkisdalir
silvurs í stað heiðursmerkisins, sem hér með fylgja og skulu sendir
viðkomandi gegn kvittun fyrir móttöku peningaupphæðarinnar.
Skrifstofa Vesturamtsins á Íslandi þ. 16. maí 1821,
Til sýslumannsins í Strandasýslu. Moltke [amtmaður].
Heimild:
Þjóðskjalasafn.
Skráð hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.