Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 50

Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 50
48 Guðmundur P. Valgeirsson Bæ í Árneshreppi Björn Björnsson í Dalkoti 4. febrúar 1995. Að morgni dags. Það er bjart veður. Fannbreiða liggur yfir landinu svo varla sér á dökkan díl. – Sólin, sem er að baki Finnbogastaðafjallsins, sést enn ekki hér heima við. En dalverpið og dalbotninn er bjartur af sólskini – sker sig frá neðri hluta dalsins og heimalandsins. Við að horfa á þetta í morgunbirtunni kemur mér í hug nafngift Björns Björnssonar, sem ávallt hefur gengið hér undir nafninu Björn í Dalkoti. Björn var ættaður frá Broddanesi. Hann hafði komið víða við. Meðal annars hafði hann búið hér í Bæ og verið hreppstjóri Árneshrepps um tíma. Sögur gengu um að hann hefði verið fremur harðráður hreppstjóri. Til marks um það var sögð sú saga, að hann hefði látið bera út hér í Bæ Kristján son Jónasar í Litlu-Ávík, bláfátækan með hóp barna og konu á framfæri sínu. Kristján hafði fengið að búa í verbúð hér í Bæ. Sú verbúð hefur verið ærið stór og því nokkur vistarvera. Stóð hún hér í jaðri Bæjar, á barði niður við Landamerkjalækinn milli Bæjar og Finnbogastaða. Þessa tóft braut ég niður á fyrstu búskaparárum mínum í Bæ, að mestu með skóflu en síðan með hestum og plóg. Hefur mér tekist svo vel að jafna úr þykkum veggjum hennar að þess sjást ekki merki hvar hún var. Nú komst Kristján í þrot með fjölskyldu sína. Ekki átti hann í önnur hús að venda. Hann var kominn á náðir almennings hreppsins. Sagt er að hann hafi verið borinn út grátandi með börn sín og haft uppi heitingar við Björn, sem þá var bjargálna maður, að hann ætti eftir að standa í sínum sporum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.