Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 54

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 54
52 Það var um 20. janúar veturinn 1942 að vanfær kona hafði samband við Jensínu. Bjóst konan við fæðingu um næstu mánaðamót. Hávetur var og veðurfar ekki gott. Allmikill snjór á jörðu. Landleiðin til konunnar löng og erfið en yrði veður fjarðfært auðveldaði það ferðina að miklum mun. En engu var í því hættandi að bíða þess að konan tæki jóðsóttina. Bæði var leiðin löng og áðurgreindar aðstæður. Það var strax ákveðið að Jensína reyndi að komast á ákvörðunarstaðinn við fyrstu möguleika. Að fara landleiðina gangandi í ófærð tók tvo daga og þurfti þá að vera sæmilegt veður. Hins vegar tók ferðin ekki nema einn dag ef fjarðtækt yrði og þá farið gangandi eða á hesti nokkurn hluta leiðarinnar. Útkoman varð sú að veður gekk niður svo fjarðfært varð og ljósmóðirin (Jensína) komst með þeim hætti á einum degi til væntanlegrar sængurkonu. Gekk sú ferð að óskum og ekkert frásagnarvert um það nema hverjar aðstæður gátu orðið ef út af bar með veður og færð á langvegum um hávetur. Var vel tekið á móti henni á myndarheimili og ekkert annað fyrir en fæðing yrði á næstu dögum. Þetta fór þó á annan veg en ætlað var. Þegar Jensína fór að athuga konuna fannst henni fósturlegan ekki benda til þess að fæðing væri eins nálægt og konan ætlaði. En konan hélt sig við að meðganga hennar væri svo sem hún taldi. Var þá ekkert annað fyrir en bíða þess sem í vændum var. En dagur leið af degi án þess fæðing kallaði að. Varð Jensína um kjurt og beið fæðingarinnar. Annað kom ekki til greina. Tíðarfar var stirt og ekki auðhlaupið í milli eins og áður hefur verið getið. Fór vel um Jensínu á því Guðmundur P. Valgeirsson Bæ í Árneshreppi Brot úr sögu ljósmóður I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.