Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 55

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 55
53 myndarheimili. En fæðingin lét á sér standa. Hafði Jensína reynst nærgætin um það nú eins og ávallt þegar líkt stóð á. Það var farið að líða á janúarmánuð þegar Jensína fór að heiman. En það dróst til 1. mars að eðlileg fæðing færi af stað og barnið fæddist. Var fæðingin erfið og full þörf á ljósmóðurhöndum Jensínu við slíkar aðstæður að öllu skilaði heilu í höndum hennar á löngum ljósmóðurferli hennar. Það var fögnuður á þeim bæ þegar allt var afstaðið og ný ung mey hafði fæðst og bæst í heimilið, heilbrigð og tápmikil svo sem hún átti kyn til. Til að svipta hulunni af því hverjir áttu hér í hlut skal þess getið að daman sem þarna var að fæðast í heiminn var hún Guðrún Sveinbjörnsdóttir á Mýri í Bárðardal og konan var hún Sigríður Guðmundsdóttir, Péturssonar í Ófeigsfirði, sú sómakona sem hún var í alla staði. Og faðirinn var bóndi hennar Sveinbjörn Guðmundsson frá Þorfinnsstöðum í Önundarfirði. Voru þau Ófeigsfjarðarhjón ávallt vinir okkar hjónanna í Bæ. Sjálfur hafði ég komið rýr unglingur, 16 ára undir verndarvæng Sigríðar og átti þar heima sem samfellt næstu 4 árin og tók þar út þann þroska sem ég náði. Ekki drógu happahendur Jensínu minnar að þessu sinni úr fyrri vináttu okkar. En það er önnur saga. Af sjálfum mér er það að segja að þessi langi fjarvistartími Jensínu kom heldur þungt við mig. Börnin og fósturbörn okkar þurftu síns við. Fátt var um ungar, lausar og liðugar stúlkur heima um þetta leyti svo ég var að mestu einn að basla með hópinn heima. Samt blessaðist það allt. En þegar Jensína kom heim úr þessari ferð voru liðnar 5 vikur og tveir dagar frá því hún fór. Það var upp á dag jafnlangur tími og fjarvera hennar tók veturinn 1930 er hún sat í Byrgisvík og Kolbeinsvík og beið fæðingar á þeim bæjum báðum og hafði þá tekið á móti 4 börnum á því tímabili og slapp sjálf heim fáum dögum áður en hún ól sitt fyrsta barn. Ég varð sannarlega feginn heimkomu hennar í bæði þessi skipti – svo var reyndar aftur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.