Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 56

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 56
54 II Þáttur ljósmæðra í sveitum og kaupstöðum fram yfir miðja þessa öld hefur verið skráður með miklum myndarskap og færður í bækur. Má þar lesa marga eftirminnilega frásögu af því líknarstarfi sem þær unnu. Oft við hin erfiðustu skilyrði og háskaleg ferðalög sem þær urðu að leggja út í oft á tíðum meðan búið var við þær aðstæður í samgöngumálum sem seinni tíma kynslóðir gera sér litla eða enga grein fyrir. Má segja að oft hafi mátt færa undir kraftaverk hvernig þeim reiddi af í slíkum ferðalögum og tókst að bjarga lífi konu og barns og færa ljós lífsins inn á heimilin þar sem þær höfðu innt af hendi sitt líknarstarf. Þó margar þessar sagnir hafi verið skráðar þá munu þær fleiri sem óskráðar eru. Ætlun mín er að bæta örlítið við þær sagnir sem skráðar hafa verið. Sú frásögn skýrir mörgum hvað mæður og ömmur hinna yngri kynslóða urðu að búa við og leggja á sig. Þó sú saga sé mér nákomin vona ég að hún sé eins rétt og sönn sem hægt er þó aðeins sé stuðst við minni háaldraðs manns. Þann 15. september 1929 gengum við Guðmundur Pétur Valgeirsson (sá sem þetta ritar) frá Norðurfirði í Árneshreppi og Jensína Óladóttir frá Ingólfsfirði í Árneshreppi í Strandasýslu í hjónaband. Settumst við að í Bæ í Trékyllisvík þá um haustið. Höfðum við þá fengið hálflendu jarðarinnar í leiguábúð. Áttum við þar heima upp frá því og bjuggum allan okkar búskap og samvistarár. Og þar á ég heima enn. Jensína andaðist 6. október 1992 þá á 91. aldursári sínu. Fædd 18. febr. 1902. Ekki var að stóru að hverfa þar í Bæ. Húsakynni gömul og niðurnídd. Tún lítið og allt kargaþýfi það sem þar var. Helstu gæði jarðarinnar voru nokkuð víðlent engjaland og mótak óþrjótandi. Jörðin átti ekki land að sjó svo reki var þar ekki til nytja svo sem var á flestum bújörðum í hreppnum og er enn. Fleirbýli var þá á Bæ svo sem hafði jafnan verið. Bæjarhúsin voru 30 ára torfbær og fullsetinn. Það húsnæði sem við gátum fengið til íbúðar var herbergi undir lofti baðstofunnar 6×5 álnir að gólffleti. Uppi yfir var baðstofan fullsetin. Uppi á loftinu í öðrum enda baðstofunnar var hún Björg í Bæ sem margir rekja ætt sína til. Hún var föðursystir Jensínu konu minnar, þá orðin háöldruð. Hafði hún búið á Bæ frá árinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.