Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 62

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 62
60 Árið 1961 er ég búsettur á Dalvík. Desembermánuður hafði verið frekar óstilltur og erfiður til sjósóknar vegna norðanþræsings og hríðarveðurs. Hinn 19. desember var aðeins þriðji róður minn í mánuðinum. Ég reri einn þennan morgun með 25 stokka af línu og 135 króka í hverjum stokki. Farið var af stað klukkan sjö um morguninn og stímað í þrjá stundarfjórðunga út með Ólafsfjarðarmúla. Línan var lögð í lykkju fram í brúnina, niður í dýpið og aftur upp í brúnina austan við Múlann. Svo var haldið grunnt upp undir klettana en þar er smámalarfjara eða vik á milli forvaða. Þarna stoppaði ég á vél og lét reka en hægur andvari stóð af landi og smásúgur við klettana. Ég var að fá mér kaffi þarna um níuleytið er ég heyrði kindajarm. Ég ákvað þá að bíða þarna þar til að birti til að vita hvort ég sæi hvaðan þetta jarm kæmi því að ég ætlaði hvort eð er ekki að byrja að draga fyrr en bjart væri orðið. Rétt fyrir klukkan ellefu var orðið það bjart að ég gat séð í land og þá sá ég kind í fjörunni. Þarna eru háir hamraveggir niður í sjó á báða vegu svo að ekki var hægt að komast landleiðina að kindinni nema að síga niður klettana. Hún hefur líklega skrönglast þarna niður eftir smálækjarskorning sem var fullur af snjó og svelli því að jarðlaust var þarna með öllu á bökkunum. Í miklum sjó ganga öldur þarna upp undir kletta, undiraldan var heldur að aukast og spáð var norðaustankalda með kvöldinu. Ég ákvað að reyna að lenda þarna og stökkva upp í fjöru og reyna að ná í kindina. Bjarni Elíasson Mýrum Lambið í aflanum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.