Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 69

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 69
67 Ég álít þó að leikstarfsemi á Hólmavík í byrjun, hálfa öld eða svo, hafi fyrst og síðast verið stunduð í fjáröflunarskyni fyrir snauð félög, nema allra fyrst, meðan félög voru kannski engin til? Þá hlýtur tilgangurinn stundum að hafa verið einhver annar en fjáröflun, eins og t.d. hugsjón, eða einfaldlega að gamna sér, en það ætla ég að hafi þá helst verið fyrir mína tíð á staðnum. Marga sögu mátti heyra í mínu ungdæmi um gömlu góðu leikarana. Sumir tóku þetta dálítið alvarlega. Jakobína Thorarensen var mjög áhugasöm um leiklist og bar almennt mikla virðingu fyrir gamla tímanum. Hún sá Skugga-Svein leikinn fyrir sunnan en gekk út að sýningu lokinni stórhneyksluð og gráti næst. Ástæðan var sú, að sögn hennar sjálfrar, að leikararnir hefðu leyft sér að spígspora um íslenskt grasafjall á dönskum skóm! Jakobína lék Ástu í Skugga-Sveini á Hólmavík og var alla sína tíð driffjöðrin í leikstarfi kvenfélagsins þar, og ekkert síður þó að hún sjálf léki ekki lengur. Ásgerður Sigurðardóttir, sem einnig lék Ástu þar síðar, mun hafa verið sama sinnis. Hún léði t.d. ekki máls á því að sjálfur Sigurður í Dal gengi á gljáburstuðum stígvélaskóm upp um íslensk fjöll og firnindi. Hún varð sér úti um skæði inni í Selárdal og gerði honum skinnskó sjálf! Sinn eigin klæðnað fyrir hlutverkið gerði hún allan sjálf, eða sagði fyrir um hann, og algerlega upp á gamla móðinn. Í eftirmála kemur fram hvað kom til að ég fór að hafa fyrir því að snapa saman efni í þennan þátt. Mest er þetta sundurlaus minningabrot og nöfnin tóm á leikritum sem ég ýmist sá sjálfur eða vissi til að flutt hefðu verið. Fátæklegra heimilda minna er getið í III. kafla hér á eftir, auk þess sem þær koma fram hér og þar í textanum. II. FYRSTU LEIKRIT OG LEIKARAR Fyrst skal getið Ágústu Lovísu Einarsdóttur, konu Tómasar Brandssonar. Kristín, dóttir þeirra (Dídí), sagði mér í síma um 1995 að móðir sín og, að mig minnir Arnór, bróðir hennar, hefðu samið leikrit í félagi og fengið það sýnt á Hólmavík 1914. Arnór hefði verið þar þá um sumarið við byggingu Tómasarhússins (Kópnesbraut 4). Þetta er fyrsta ártalið sem tengt verður, með vissu, við sýningu leikrits á Hólmavík. Og fyrst farið er að semja leikhúsverk og setja á svið á staðnum 1914, virðist ekki alveg út í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.