Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 73
71
Sjá ljósmynd af leikendum á bls. 72:
Myndina átti Þ.Hj. og staðfesti hann hlutverkaskipunina:
Leikendur 1929:
Þorkell Hjaltason, stúdent
Ásgeir Jónsson, Tröllatungu, stúdent
Sigurjón Sigurðsson, Assessor Svale
Guðmundur Magnússon, birkidómari
Filippus Magnússon, Ósi, Vermundur
Kvenhlutverkin léku tvær systur aðkomnar,
ísfirskar, og Þórdís, frændkona Þorkels
Jens Aðalsteinsson, Skrifta-Hans
Loftur Bjarnason, Pétur.
Jón Árnason á Kópnesi og Ingvar bróðir hans voru söngelskir
og góðir söngmenn að sögn, einkum Ingvar, enda komnir af
Söngva-Kela! Jóni þótti mikið koma til söngsins í Ævintýrinu í
þetta sinn. Finnur Magnússon æfði sönginn af krafti, sagði Þorkell.
Hann fékk lánaðan frakka Jónasar Þorvaldssonar til að leika í.
Jónas var hér kennari tvo vetur, 1928–29 og 1929–30, svo að
sýningarárið verður ekki fastákveðið eftir því. Bæði hef ég séð
1928 og 1929 sett við sýninguna fullum fetum!
Þó að margt sé vitað um þessa sýningu úr munnmælum, hefur
gleymst að varðveita, a.m.k. að kynna almennilega, nafn félagsins
sem að henni stóð.
Um Skugga-Svein
Skugga-Sveinn var fyrst sýndur á Hólmavík 1925. Þótti þar ekki í
lítið ráðist. Um sýninguna vísast til kaflans um Umf. Geislann
eldri hér nokkru aftar. Þar birtist heillegur listi um leikendurna
eftir Sigurgeir Magnússon.
Næsta sýning á Skugga-Sveini var 1931 (fremur en 1930?).
Annað hvort það ár kvaðst Bjarni Guðbjörnsson hafa séð fyrsta
leikritið á ævi sinni, Skugga-Svein á Hólmavík.
Guðbjörg Magnúsdóttir Magnússonar lék Ástu þá og Filippus
Gunnlaugsson Harald. Að öðru leyti voru flestir leikendur þeir
sömu og 1925. (Sjá grein Sigurgeirs Magnússonar). Þorkell sagðist
ekki hafa verið beðinn að leika hlutverk Haraldar í þetta sinn,