Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 76
74
verslunarinnar meðan hún starfaði. (Sjá verkefnaskrá Leikfélags
Hólmavíkur í lok þessarar greinar).
Barnaskólinn
Hann var byggður 1913. Þar fór leikstarfsemi þorpsbúa og
raunar allt samkomuhald hreppsins fram næstu 30 árin, 1913–
44.
Guðmundur Jónsson frá Selbekk kom snemma í húsið og segir
í ævisögu sinni, Sýslað í baslinu, bls. 152–153, frá ýmsu í starfseminni,
m.a. þetta:
Hólmavík var einnig helsta bækistöð fyrir félags- og skemmtanalíf hjá
okkur.3 Þar voru iðulega haldin böll, þótt ekki væri það eins oft og seinna
varð. Fóru samkomur þessar yfirleitt vel fram, drykkjuskapur var sjaldan
til vandræða og slagsmálum man ég ekki eftir í mínu ungdæmi.
Aftur á móti var mikið um kvennafar. Ungmeyjar voru þá til í tuskið
margar hverjar, ekki síður en nú ...
Talsvert var um leikstarfsemi á Hólmavík. Ég var innan við fermingu
(fæddur 1904 og sjálfsagt fermdur 1918), er ég man fyrst eftir
leiksýningu þar. Þetta var gamanleikur, sem ég man ekki lengur hvað
hét. Ég átti þá heima í Tungugröf, en fékk að fara til Hólmavíkur að sjá
leikinn ... Leikið var í Þinghúsinu (Skólahúsinu nýja). Þar voru böllin
líka haldin. (Innskot höf. í svigunum.)
Riis- sláturhúsið
Sjá kaflann um Slysavarnadeildina Dagrenningu.
Samkomuhúsið, öðrum nöfnum Félagsheimilið, nú síðast
Bragginn, tók við hlutverki gamla skólans 1947. Fjöldi leikrita
hefur verið sýndur í þessu húsi. Sum þeirra eru talin hér á eftir í
kaflanum um félögin, ártöl og sýnendur (félag) nefnd ef kunn
eru. Á það vantar heilmikið og kann sums staðar að vera frjálslega
afgreitt hér á eftir. Sömu afsakanir gilda einnig um sýningar í
gamla skólanum. Þessa annmarka var reynt að laga til muna með
því að rýna í fundabækur Kvenfélagsins þó að ekki bæri það
beinan árangur. Um verk Leikfélags Hólmavíkur, sem kunna að
hafa verið sýnd í þessu húsi á síðari árum, vísast til kaflans um
félagið í lok greinarinnar. Þar munu þau koma fram flest, þó að
3 Í Tungusveitinni.