Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 82
80
fyrrnefndu? Hann var úr timbri, haglega gerður og vönduð smíð.
Nú orðið teldist hann merkur minjagripur, ef fyndist. Gaman
væri að vita hver smíðaði hann, kannski Magnús Magnússon? Þó
að ég hafi ekki séð atgeirinn síðustu 60 árin, er ekki þar með sagt
að hann sé endanlega glataður. Ég á bágt með að ímynda mér
Hólmvíking sem hefði verið til í að tortíma atgeirnum. Af öðrum
leikmunum kann ég ekki að segja. Allt slíkt varð að fá lánað á
heimilum fólks eftir hendinni.
Búninga varð hver og einn leikari að útvega sér sjálfur. Karl-
menn fengu hatt hjá þessum, frakka hjá hinum. Nokkuð algild
regla var að enginn tróð upp í eigin fatnaði! Enginn búningalager
var nokkru sinni til hjá neinu félagi. Í reikningum kvenfélagsins
um 1935 er einn kjóll færður til eignar á kr. 6,00 og seldur nokkru
seinna á sama verði. Á árum áður var þó oft mikið lagt í búninga.
Hygg ég að leikendurnir sjálfir (eða mæður þeirra) hafi borið
allan kostnað af því. Frá fyrstu tíð hafa Hólmvíkingar átt margar
Leiksýning skólabarna á Hólmavík um 1930–1932. Standandi f.v.:
Jakobína Kristinsdóttir, Jón O. Ormsson, Magnús Jörundsson, Guðjón
Á. Kristinsson, Halldóra Jónsdóttir og Elísa Tómasdóttir. Sitjandi f.v.:
Magnús Jónsson frá Kambi, Halldóra Magnúsdóttir og Ásgeir
Magnússon.