Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 85

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 85
83 flestir og bestir, og hvar þeir voru léðir með ljúfustu geði. Þegar ég lenti í stólanefnd hraðaði ég mér einlægt niður í Magnúsarhús Lýðssonar. Elínu konu hans þótti vænt um að fá að lána sína mörgu, þungu og fallegu stofustóla. Mér var alveg sama þó að ég yrði að rogast með þá tvo í einu hvora leið og fara margar ferðir. Hvorum tveggja, stólum og bekkjum, var síðan raðað í salinn og þeir númeraðir með dagatalsmiðum. Alls ekki þótti hæfa að bjóða fólki upp á ónúmeruð sæti á svona hátíðasamkomum. VI. FÉLÖGIN OG VIÐFANGSEFNIN Lestrarfélag Hrófbergshrepps starfaði 1897–19. Var félaginu þá skipt um leið og hreppnum. Að sjálfsögðu veit ég ekkert um starfsemi þess fyrir 1932, er ég kom á staðinn. Ekkert man ég um það hvort það stóð í leiksýningum eftir það, varla mikið og alls ekkert eftir skiptinguna. Þetta er langfyrsta menningarfélagið sem einhverjar sögur fara af á staðnum. Það var stofnað á Hrófbergi um það leyti sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Hólmavík. Starfsvettvangur þess var því lengi vel í sveitinni og bókasafnið fyrstu árin haft á Hrófbergi. Mér er ekki kunnugt um hvenær það var flutt til Hólmavíkur. Strandir 2 (bls. 551) greina dálítið frá fjáröflunarleiðum þess 1904 og 1908, t.d. hlutavelta og frjáls samskot. Í aldarfjórðung er Lestrarfélagið eitt á þessum markaði en um miðjan 3ja áratuginn brestur á samkeppni frá Umf. Geisla og nýju kvenfélagi. Virðist eiga að mæta samkeppninni (1926 og síðar) með því að halda árlega skemmtun, oftast dansleik í tengslum við aðalfund félagsins. Ekki eru leiksýningar nefndar í því sambandi. Hins vegar starfaði bókavörður félagsins, Þorkell Jónsson, sem dyravörður við hverja einustu leiksýningu sem fram fór í gamla skólahúsinu, eftir að bókasafnið hafði verið flutt þangað, frá því ég man fyrst 1933, til loka þess sem leikhúss 1943 eða 44. Umf. Geislinn eldri var ekki til heimilis á Hólmavík en hélt dansleiki og færði upp leikrit þar og er þess vegna tekið hér með. Það starfaði í Staðarsveitinni frá 1923, var áður fótboltafélag og hét þá sama nafni (stofnað 1921). Félagið stóð fyrir fyrstu uppfærslu á Skugga-Sveini á Hólmavík 1925. Ingimundur á Ósi Magnússon var fyrsti formaður þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.