Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 87
85
og ekki síst að komast að nöfnum leikritanna og tímasetja sýningar.
En árangurinn varð lítill.
Í fundabókinni getur ekki heitið að stafur finnist um
leikstarfsemi. Oft má þó sjá tillögur um að nauðsynlegt sé að
koma á skemmtunum við fyrsta tækifæri. Árlega voru skipaðar
skemmtinefndir sem augljóslega var ætlað að afla félaginu tekna.
Hins vegar voru aldrei bókuð fyrirmæli um hvers eðlis skemmtunin
skyldi vera þegar skemmtinefnd var skipuð.
Reikningabækur eru litlu opinskárri. Annars er heldur ekki að
vænta. Rekstrarreikningar félaga snúast yfirleitt um öflun og
meðferð fjármuna en síður um menningarhliðina og þátttöku
félagsmanna í skemmtanalífi.
Liðurinn ágóði af skemmtun eða skemmtisamkomu er nokkurn
veginn árviss í reikningunum. Ætla verður að undir þessum lið sé
fátt talið annað en leiksýningar, kannski líka dansleikir, því að
iðulega voru skipaðar annars konar fjáröflunarnefndir, sem hétu
hver sínu nafni, basarnefnd, tombólunefnd o.fl., sem ekki fást við
skemmtanir. Lausleg talning (og smávegis áætlanir) á liðnum
skemmtisamkomur í ársreikningum frá byrjun 1926 til 1973
benda til 60–70 leiksýninga á vegum félagsins, þ.e. þær hafi verið
1–2 á hverju ári að jafnaði.
Í reikningabókinni 1974–1997 er ekki orði vikið að skemmt-
unum. Leikstarfsemi virðist ekki koma fyrir á þessu árabili, sem
einkennist af óðaverðbólgu fram til 1981 og myntbreytingunni
sem þá varð. Um þetta leyti er Leikfélag Hólmavíkur stofnað
(1981) og virðist eitt um hituna í leiklist upp frá því?
Þar sem svo til engar heimildir finnast fyrir leikverkum
kvenfélagsins fyrir stríð, og engir sem muna um það nokkuð að
gagni, verður stór eyða um málið fyrstu 20 árin. Hér er þó ein
forvitnileg undantekning:
DRAUGALESTIN
Meðal leikrita sem ég vissi um að sýnd hefðu verið, en gleymt
var hverjir sýndu eða hvenær, var Draugalestin. Ég sá ekki sýninguna
vegna þess að aðgangur var bannaður börnum. Mikil ólga varð í
barnaskólanum út af þessu, eiginlega hálfgerður uppreisnarandi.
Svona nokkuð hafði aldrei komið fyrir á Hólmavík, að banna