Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 90
88
Birkidómarinn, Hjálmar Halldórsson
Frú birkidómarans, Steinunn Jóhannesdóttir, læknisfrú
Stúdent Æbekk, Bjarni Halldórsson
Stúdent Herlöv, Arngrímur Guðbjörnsson
Pétur, Óli E. Björnsson
Vermundur, Páll Áskelsson
Kvenhlutverkin, Anna Jónsdóttir
og Steinunn Guðbrandsdóttir.
Tvö leikrit sýnd á Hólmavík 1947–1956:
1953 Upp til selja og líklega Stríðið í Straumfirði.
1954 Góðir eiginmenn sofa heima.
Hér á eftir set ég fáein verk sem óvissa er um hverjir sýndu.
Mestar líkur eru til að þau hafi flest verið á vegum kvenfélagsins.
Reynt er að áætla tímann.
Apakötturinn (Karl G. Magnússon, Jens Aðalsteinsson, söng-
leikur.)
Karlinn í kassanum. Þessi tvö sýnd fyrir stríð, það síðarnefnda
1933. Ég (7 ára) sá þá leikrit í fyrsta sinn og varð fyrir gríðarlegum
vonbrigðum. Okkur krökkunum hafði verið sagt, að upp úr kassa,
sem skyndilega opnaðist, ætti að hrökkva karl einhver. Sat nú
lýðurinn stjarfur, og beið þess að kæmi að atriðinu, en aldrei
opnaðist kassinn. Sagt var á eftir, að eitthvað hefði bilað í
útbúnaðinum.
Ráðskona Bakkabræðra, sýnt seint í stríðinu. Nanna Magnúsdóttir
á Ósi lék ráðskonuna, Ormur, Árni Gestsson og líklega Hjálmar
Bakkabræðurna.
Tengdamamma var einhvern tímann leikin, hefur mér verið
sagt. Til er léleg ljósmynd sem sögð er vera af leikendum í því
verki, líklega frá 1930, því að Guðrún Diðriksdóttir var meðal
leikendanna.
Kvenfélagið reyndi að vera sjálfu sér nægt um leikrit til að
sýna.
Í eignareikningi 1945 eru þessi leikrit talin: