Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 92

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 92
90 Aðgangseyrir að leiksýningum var árum saman í mjög föstum skorðum. Gat þó munað frá hálfri til einnar krónu eftir merkilegheitum stykkjanna sem sýnd voru, t.d. kr.1,50 til 2.50 fyrir fullorðna og 1,00 til 1,50 fyrir börn. Að öðru leyti gat verð aðgöngumiða farið eftir því hvort leikritið var í einum eða fleiri þáttum. Þess var ævinlega getið í auglýsingunni, væri stykkið 3ja eða fleiri þátta! En það fór enginn á höfuðið við að fara einu sinni eða tvisvar á ári í leikhúsið. En svo kom reiðarslagið. Geisað hafði stríð og verðbólga var komin til sögunnar þegar kvenfélagið færir upp Ævintýri á gönguför 1947 og auglýsir aðganginn á kr.15,00. Þetta var að mig minnir sexföldun á tíðkanlegu miðaverði. Allt ætlaði um koll að keyra. Oddviti hreppsnefndar var þó verstur og hótaði málaferlum. Hann leitaði álits sýslumanns á athæfi þessu en kvenfélagskonur buðu betur og tilkynntu að þær hefðu hringt suður og spurt Verðlagsstjóra álits og fengið jákvæð svör frá honum. Ekki heyrðist um neinn opinberan úrskurð í málinu. Kvenfélagið hafði sitt fram, almúginn róaðist og troðfyllti húsið þrisvar í röð. Verðbólgan jafnaði svo metin á stuttum tíma. Jörundur Gestsson fékk á stríðsárunum uppfært á Hólmavík leikritið Lóðsinn eftir sjálfan sig (ein sýning). Aðalhlutverkið lék Guðbrandur Gestsson. Málfundafélagið Vaka starfaði á Hólmavík 1934–39. Nokkrir stofnendanna voru meðal helstu karlkynsleikara staðarins á þessum tíma: Hjálmar Halldórsson, Friðjón Sigurðsson og Ormur Samúelsson. Aðeins tvær konur gengu nokkru sinni í Vöku, systurnar Anna og Elín Guðbjörnsdætur og vöktu með því talsverða athygli. Ég tók eftir þessu á sínum tíma 10 ára gamall og þótti dirfskan undarleg. Félagið sýndi nokkur leikrit á þeim árum. Eitt þeirra var Jeppi á Fjalli. Allmikið var vandað til þeirrar sýningar. Félagsmenn voru flestir fullorðnir og framarlega í atvinnulífinu og því kannski færir um að kosta einhverju til. Meðal annars voru máluð ný leiktjöld fyrir Vöku. Þau málaði Finnur Magnússon. Eftir því sem ég þekkti Finn, vil ég ekki fullyrða að mikið af kostnaðinum við tjöldin hafi lent á félaginu. Hann hafði efsta loftið á nýbyggðu húsi kaupfélagsins til að fullklára þau. Leiktjöld þessi, fjögur talsins, voru úr stífum striga á sterkum grindum. Á þeim öllum voru allaufguð skógartré. Svo vildi til að ég átti heima í kaupfélags- húsinu, þegar Finnur og Jón bróðir hans roguðu hálfkláruðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.