Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 94

Strandapósturinn - 01.06.2010, Blaðsíða 94
92 og ást 7/1. 1935 og haldið tvær skemmtanir (ótilgreint hvers konar) í mars 1936. Mjög sennilegt er að það séu einmitt sýningar á Jeppa á Fjalli því að Saklausi svallarinn var sýndur 7/2. 1937. Skátafélagið Hólmherjar (1939–44) sýndi nokkur leikrit. Léku skátarnir sjálfir öll kvenhlutverk, þar sem eintómir strákar, 12–15 ára, voru í félaginu og höfðu takmarkaðan aðgang að kvenfólki. Þessi leikrit finnast sum í fundabók félagsins og eru önnur ártöl áætluð: 1940 Dalbæjarprestssetrið. 1941? Happið eftir Pál J. Árdal. 1942, mars: Öskudagurinn eftir Þ. Egilsson (2 sýningar). 1943? Jói getur allt. MacDonald hét skoskur hermaður, annar tveggja sem höfðust við í Skeljavík á stríðsárunum og höfðu þar varðstöðu í gamla bænum með samþykki hreppsnefndar 1943. Þeir dvöldu þarna alllengi, sennilega til stríðsloka, og fór lítið fyrir þeim og voru hinir viðkunnanlegustu menn. Áttu þeir lítið að erinda við þorpsbúa, helst var að þeir kæmu inn á Riis-planið að snapa sér fisk í soðið, sem var guðvelkomið. Eitt sinn var þeim boðinn steinbítur, afar fallegur, feitur og bústinn. Hrollur virtist þá fara um stríðshetjurnar af viðbjóði, en boðið var vel meint. Unglingar náðu vinsamlegu sambandi við þessa pilta, einkum þeir sem búnir voru að læra nokkur orð í ensku hjá Jóni kennara. Skátafélagið færði eitt sinn upp smáleikritið Jói getur allt. Skammbyssa var þar á meðal leikmuna. Lengi vel fannst ekki annað ráð en láta smíða eftirlíkingu úr tré og mála svarta. Þá datt Lúðvík Hjaltasyni það snjallræði í hug að leita til MacDonalds, sem umsvifalaust hristi skotin úr skammbyssu sinni og léði honum við sýningarnar. MacDonald og félagi hans voru heiðursgestir á frumsýningunni. Lúðvík tók leiklistarbakteríuna á þessum tíma og virtist kominn á harða sprett að hressa upp á leiklist staðarins. En hann fluttist rúmlega tvítugur frá Hólmavík með foreldrum sínum og var mjög fljótlega kominn á fjalir Þjóðleikhússins í Reykjavík. Örfáum árum síðar var hann allur. Hvað hefði annars getað orðið? Lúðvík hafði margt til að bera til að verða stórleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.