Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 103

Strandapósturinn - 01.06.2010, Síða 103
101 Eftir kveðjur sem þrýsta tárum fram í augnkrókana á mér göngum við af stað. Mér finnst alltaf erfitt að kveðja, sértaklega mömmu, því þó ég sé stór eftir aldri er ég stundum lítill inni í mér. En ég hef lært að láta á engu bera. Við göngum þegjandi af stað, Einar á undan, ég á eftir. Það er snjór, ekki mikill og ekki til trafala, en sleipur fyrir strák á gúmmískóm. En ég er vanur gúmmískónum og þó ég sé langur og slánalegur er ég prýðilega fótviss. Einar fer ekki hratt yfir. Hann gengur öruggum, hægum skrefum. Hann er með bakpoka sem er úr þykku efni nærri vatnsheldu, það er járngrind við bakið og leðurólar yfir axlirnar. Í hægri hendinni heldur hann á haglabyssunni, en hún er líka með leðuról og hann bregður henni stundum yfir öxlina. Hann vill vera með byssuna til taks ef tófa skyldi verða á vegi okkar. Einar er refaskytta, hann kann sko lagið á því. Refurinn er var um sig, hann er að dratthalast í fjörunum að leita að hræjum eða vanfærum. Þá gáir hann stundum ekki að sér. Ef Einar sér lágfótu áður en hún sér hann er hún í bráðri hættu, því hann er svo slyngur. Við ætlum út með Drangahlíð og fyrir Skörð. Það er harðfenni á Hálsinum, en mig grunar líka að Einar eigi von á því að rebbi leynist út með ströndinni. Þegar við komum út undir Klif sný ég mér við til að líta heim að bænum áður en hann hverfur. Það grillir í húsið í morgunrökkrinu og ég sé reykinn liðast upp úr skorsteininum. Það er einhver kökkur í hálsinum þegar ég sný mér á hæli á eftir póstinum og hleyp við fót niður í Klifvíkina. Við göngum í einum rykk út fyrir Breiðanes. Það er samt farið hægt yfir nesin til á kíkja hvort skolli sé að snuðra í fjörunni, en engan sjáum við enn. Ef ég ætla að verða of fljótur á mér og fara fram fyrir Einar segir hann ekkert, en snýr byssunni í veg fyrir mig. Ég þekki það merki, hann ætlar sjálfur að kanna aðstæður og ekki hleypa drengstaula mínum í það. Þegar komið er út að Mölvík setjumst við niður á hryggnum. Við látum steina skýla okkur og Einar rennir gamalreyndum augum sínum út víkina og upp að klettunum fyrir ofan. Hann veit að ef tófa er á ferðinni verður hún að fara víkina eða hlíðina, aðrir vegir eru ekki færir. Hér hefur hann einmitt margan refinn fellt sem hann hefur séð koma í grandaleysi eftir fjörunni og hlaupið beint í færi. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.