Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 106

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 106
104 þetta draugalegt svæði og er feginn þegar við komum inn að Eyvindarfjarðará. Þegar þangað er komið er orðið svo bjart sem verið getur á þessum árstíma. Ég veit samt ekkert hvað klukkan er. Við endurtökum leikinn frá því í Drangavík, en nú er ekkert krap í ánni, hún er straumhörð og við vöðum hana á Helluvaði. Þá verður maður að passa sig á að fara ekki í nornakatlana sem eru í klöppunum í botninum. Einar þekkir þetta eins og tærnar á sér og ég veð í fótspor hans, hann leitar fyrir sér í botninum og allt gengur klakklaust fyrir sig. Við örkum út Básana og þegar upp á hjallann kemur setjumst við niður. Þreytan er farin að setjast í kálfana, það er gott að hvíla sig örstutta stund. Manni finnst svo stutt heim í Ófeigsfjörð og yfir á Seljanes, en maður veit af reynslu að Ströndin er drjúg, þó hún sé slétt og gatan góð. Við göngum sem leið liggur fram hjá Hrútey og inn grundirnar og yfir Dagverðardalsá og í Strandartún, en við stoppum ekki. Þar beygjum við til hægri yfir mýrarnar því Einar ætlar yfir brúna á Hvalá. Við sjáum hana ekki strax, en þegar við komum á holtin blasir hún við eins og dreki í rökkrinu, því nú er birtu tekið að bregða. Á Hvalárbrúnni stoppa ég stutta stund til að horfa niður í iðandi vatnsflauminn áður en hann steypist í þröng gljúfrin og svo niður fossana. Það er eins og áin verki sundlandi á mann og þá er gott að handstyrkja sig yfir brúna síðasta spölinn. Einar er kominn yfir og farið að halla undan fæti hjá honum. Ég tek feginn sprettinn og næ honum alltof fljótt. Við sniglumst heim víkurnar, Einar á undan og ég á eftir. Það er enn austan hæglæti og ekki mikið frost. Hann gengur enn sömu traustu skrefunum og þegar hann hóf gönguna á Dröngum, en ég finn æ meir fyrir þreytunni. Nú er hún farin að bíta í lærin og nárann og iljarnar eru að verða aumar. Maður er farinn að reka tærnar í steina og rangla til hliðanna, ég hef augun á hælum Einars sem ganga taktfast og örugglega. Þessi maður er ekki þreyttur, hann getur eflaust gengið veröldina á enda, þótt hann fari ekki hratt yfir. Hann heldur alltaf áfram á sama hraða, hvílir sig sjaldan og stutt, vill ekki láta slá að sér. Hann er gamall smali, þindarlaus. Nú eigum við bara eftir að vaða eina á, Húsána. Við endurtökum fyrri athafnir, vöðum yfir, það er malarbotn í ánni og einhvern
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.