Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 114

Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 114
112 var ljósbauja og manni bar að passa hana þar til ,,ræst var“ til að draga línuna. Látið var reka 10–15 mínútur eftir því hve hratt bátinn rak, þá var keyrt aftur að ljósbaujunni og látið reka að nýju. Eiginlega gat maður ekkert annað gert en að ,,syngja“ á baujuvaktinni með lokaða glugga þannig að ekki heyrðist fram í lúkar þar sem karlarnir sváfu. Undir lok baujunnar, en þá var ég búinn að keyra nokkrum sinnum að ljósinu, er ég að dóla að ljósinu og þar sem Mummi var búin að kenna mér að nota klukku og áttavita skynjaði ég að ég átti að vera kominn að því, en var samt að keyra með stefnuna á ljós sem ég sá fram undan. Tíminn passaði ekki og ég stoppaði Hilmi og ræsti Mumma sem kom hið snarasta upp, án þess að fá sér kaffi. ,,Nú, nú, ég skil þetta nú ekki“ sagði hann og spurði mig um strik og tíma. Maggi og Dúddi voru komnir upp og þótti ekki gott í efni, ,,baujan týnd“ hjá stráknum. Mummi dólaði af stað út í myrkrið á strikinu og við stóðum á útkikki með kveikt á kastaranum og viti menn; án þess að baujan sæist, því slokknað hafði á henni, þá skrönglaðist hún með fram borðstokknum stjórnborðsmegin, þannig að við náðum henni með krókstjaka og fórum að draga línuna sem ekkert væri. Þetta var dæmigerður Mummi á Hilmi ST 1 upp á punkt og strik. Það var nú vissara að vanda sig við að hringa niður línuna svo landmennirnir yrðu ekki trompaðir yfir þessum ,,flækjudrætti“. Þeir vildu helst að dregið væri af eins og í stokk og þá reyndist Maggi Ingimundar vel í fyrstu tilsögn: láta taum og krók snúast ofan af línunni á þeim 2 metrum sem voru frá spili að bala, helst átti krókurinn að krækjast í eigin hring um leið og línan féll niður í balann. Þetta tókst ekki alltaf, en mikið var reynt til að þóknast beitningamönnunum. Þrettándi róðurinn var svolítið vandamál eftir áramótin og byggðist á gamalli hjátrú eða einhverju sem hafði gerst á árum áður á Hilmi og tengdist þrettánda róðrinum, sem ég kann ekki að greina frá. Við snerum tvisvar við utan við Grímsey, í þriðja sinn lögðum við línuna inni á Steingrímsfirði og var aflinn lítill í það sinn. Þótt Hilmir væri frábært sjóskip munaði einu sinni litlu að illa færi. Við vorum að enda við að draga línuna út af Reykjarfirði. Það hafði verið norðan undiralda og gott í sjóinn, svo fór hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.