Strandapósturinn - 01.06.2010, Page 119
117
Í Strandapóstinum 2008 og 2009 birtust viðtalsgreinar við
Eymund Magnússon frá Hólmavík.[1] Eymundur lézt 15.
september 2009 í Reykjavík, og hér fylgja nokkur kveðjuorð og
athugasemdir við greinarnar í Strandapóstinum. Eymundur fæddist
á Hvítadal í Saurbæ 21. maí 1913 og var því á 97. ári, þegar hann
lézt. Hann ólst upp í Saurbæ og á Hólmavík, en þar var faðirinn
bóndi og trésmiður, en móðir Eymundar var ljósmóðir. Fimmtán
ára gamall fór Eymundur suður í Menntaskólann í Reykjavík.
Enginn af jafnöldrunum af Ströndum fór í langskólanám svo
hann vissi til, en bróðir hans, Tryggvi listmálari, og Sigríður
kona Tryggva buðu honum að vera hjá þeim. Eymundur mundi
alltaf eftir Tryggva, þegar hann kom niður Baldursgötuna
reykjandi pípuna, og reykjarstrókarnir stóðu frá honum við
annað hvert skref. Það minnti hann á tvígengismótorbátana á
Steingrímsfirði.
Eymundur stóðst prófið inn í skólann, og námið sóttist áfallalaust.
En hann fékk strax að kynnast reykvískum ribböldum; Eyþór og
Sigurður réðust á hann á horni Baldursgötu og Freyjugötu, en
hann hafði þá báða undir fyrir heppni, sagði hann. Hann sá
eftir að hafa ekki lamið þá, en slíkt var ekki til siðs á Hólmavík.
Eymundur var sterkur, á sumrin var hann á sjónum, á handfæri
eða á línu. Hann fékk góða einkunn upp í lærdómsdeildina
vorið 1931 og ætlaði í stærðfræðideild, en skipti um skoðun,
þegar hann sá, að Eyþór og Sigurður skráðu sig í þá deild, fór því
Ólafur Grímur Björnsson
Dómur sögunnar.
Nokkrar athugasemdir við
greinar í Strandapóstinum.