Strandapósturinn - 01.06.2010, Side 120
118
í máladeildina. Svona gátu
atvikin hagað lífi manns. Í
fjórða bekk fór Eymund-
ur að sinna félagsmálum,
hann varð scriba scholaris.
Þarna kynntist hann kom-
múnismanum, Sigurður
Guðmundsson kom með
bæklinga, Einar Olgeirs-
son hafði leshringi í Íþöku,
á þjarkfundi í Framtíðinni
í marz 1934, fáeinum
vikum fyrir upplestrarfrí til
stúdentsprófs, heimtuðu
róttækir, að hið opinbera,
ríkisstjórnin, útvegaði nem-
endum úr verkalýðsstétt
sumarvinnu, svo að þeir
gætu séð sér farborða yfir veturinn; þetta átti ekki við um
nemendur af yfirstéttinni, þeir þurftu ekki að vinna. Minnka ætti
aðstöðumuninn á milli fátækra námsmanna utan af landi, sem allt
urðu að greiða í Reykjavík, og nemenda reykvísku yfirstéttarinnar.
Pálmi rektor tók þátt í málfundum Framtíðarinnar, en studdi
ekki kröfur kommúnistanna. Hann var mikill kommúnisti í
Kaupmannahöfn, sagði Eymundur, og róttækur var hann fyrir
norðan, en nú var allt breytt. Eymundur spurði í Skólablaðinu í
marz 1934 og svaraði sjálfur: „Hvað stendur hann [rektor] langt
frá fasismanum? Áður fyr var rektor róttækur í skoðunum og
vildi þá berjast gegn afturhaldsöflunum. En sannfæringin var föl,
...................... – verð nokkur hundruð kr. á mánuði.“[2] Einmitt
þessi rituðu orð tóku yfirkennarar skólans upp og fengu samþykkt
með 6 atkv. gegn 3 að skora á rektor að vísa þessum nemanda,
Eymundi Magnússyni í 6. bekk A, þegar í stað úr skóla fyrir
ósæmileg ummæli um rektor skólans í Skólablaðinu í marz 1934,
og að hann fengi ekki að ganga undir stúdentspróf á þessu ári.[3]
Rektor sat hjá í atkvæðagreiðslunni, og sagt var, að hann hafi ekki
ætlað að gera neitt í málinu. Fyrir mistök var kennarasamþykktin
dagsett 7. marz 1933 í fundargerðarbók skólans í stað 7. marz 1934