Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 12

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 12
10 auk maka, vorum búnar að undirbúa. Smurt brauð, kleinur, snúðar og vínarbrauð og auðvitað kaffi, kakó og te, og svona var þetta alla daga og gerði mikla lukku í hópnum. Síðan lá leið okkar yfir á Þingeyri. Þar skoðuðum við íþróttahús staðarins með mjög flottri sundlaug og fínu útisvæði með borðum og bekkjum fyrir ýmsar skemmtanir. Að lokum var haldið heim á hótel eftir skemmtilegan dag. Fjórða daginn var ákveðið að fara og skoða Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal með smástoppi á öllum þessum stöðum. Næst var farið til Bolungarvíkur, Ósvörin skoðuð og keyrt til Skálavíkur, það er mjög fallegur staður. Í bakaleiðinni var hugmynd um að fara upp á Bolafjall en það var svo mikil þoka að við gátum það ekki og urðum að sleppa því í þetta sinn. Síðan keyrðum við aðeins um Bolungarvík og skoðuðum þennan fallega stað, end- uðum með því að keyra heim að Tröð þar sem hann Ingimundur Guðmundsson býr. Var hann heldur en ekki hissa þegar allur þessi hópur kom í heimsókn og tók hann vel á móti okkur með kaffi og söng sem allir tóku vel undir með honum. Að svo búnu var haldið yfir til Ísafjarðar. Þar fengum við að ganga um bæinn og skoða okkur um en klukkan 18.00 vorum við mætt í Tjöruhúsið þar sem við áttum pantaðan mat. Þau voru svo hissa að við skyldum vera komin á réttum tíma því þau höfðu aldrei fengið hópa sem voru svona stundvísir en svona eru nú Strandamenn. Þarna fengum við hvert fiskifatið á fætur öðru, ég hélt að það væru ekki til svona margar sortir af fiski en þetta var alveg frábær matur. Og síðan var haldið heim á hótel. Við södd en hress eftir góðan mat og skemmtilegan dag og enn var sungið og dansað fram á kvöld. Nú var kominn fimmti dagurinn, svo nú var að kveðja þennan frábæra stað sem Núpur er og alla þessa góðu þjónustu sem við fengum þar. Haldið var yfir Hvammsfjall og að Hrafnseyri þar sem stoppað var smátíma. Áfram var haldið inn Arnarfjörð að Mjólkárvirkjun þar sem gert var smástopp, áfram var haldið að fossinum Dynjanda og voru þar teknar margar myndir af hópnum og auðvitað fossinum líka. Síðan var farið yfir Dynjandisheiði að Flókalundi og þar var komið að því að kveðja hann Þóri, þennan frábæra leiðsögumann, sem var búinn að vera með okkur allan þennan tíma og alla leið að Flókalundi. Þar beið okkar annar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.