Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 38
36
Björgunarafrek
Í síðasta Strandapósti (42. árg. 2010) er greinarstúfur, sem ber
þessa sömu yfirskrift. Þar er sagt frá því að bóndanum Guðmundi
Magnússyni á Melum í Trékyllisvík hafi verið veitt Konunglegt
heiðursmerki fyrir björgunarafrek. Guðmundur óskaði hins veg-
ar eftir að fá jafnvirði heiðursmerkisins í peningum, sem getur í
sjálfu sér þýtt eitt og annað. Ekki er þarna greint frá atburðinum
í sjálfum. Nú hefir komið í leitirnar bréf skrifað af prestinum í
Árnesi, sem segir alla söguna, svo hljóðandi:
Auðmjúkast pro memoria
Orðsökin til að ég mæði yðar velborinheit með línum þessum er af fylgj-
andi efni:
Þann 1. febrúar þ.á. byrjaði árdegis með þoku, dimmu og frostrign-
ingu (ísingu); ungur maður nýgiftur, að nafni Jón Grímsson, [hóf] ferð
sína frá Krossnesi í þessari sókn að Melum, sem eru 2 langar bæjarleiðir,
til að sækja bóndann á Melum, Guðmund Magnússon, sá er áður lofað
hafði að smíða skip með öðrum á Krossnesi. Til þeirrar ferðar bjó Guð-
mundur sig sem fljótast og tók með sér elsta son sinn, Þórð að nafni (orð-
inn mesti mannskapsmaður) til að bera sín smíðatól og annað nauðsyn-
legt. Fóru þeir svo þrír af stað frá Melum. Gekk Þórður fyrst, þar næst Jón,
þessir báðir á þrúgum (sem hér í plássi brúkast jafnaðarlega í fannalög-
um), og síðast Guðmundur. Þá þeir koma nú að svokölluðu Hlíðarhúsa-
nesi hljóp í einni svipan snjóflóð úr fjallinu og kastaði þeim öllum í sjó-
inn fyrir framan. En með því Guðmundur gekk síðastur hreppti hann
minnst af snjóflóðinu og gat með harðfylgi komist upp á móðinn, sem var
meir en fjögra álna hár, og stór brýni að framan. Sá hann þá ekkert til
Þórðar og hefur hann aldrei fundist síðan, en til Jóns sá hann í brimgarð-
inum, hvör eð kallaði til Guðmundar og bað um hjálp, þar eð hann var
fastur á fótunum, [var á þrúgum] bæði af snjóflóðinu og í móðnum, og
gat ei náð andanum nema þegar brimið dró út. Matti Guðmundur það
skyldu sína og mannkærleika að leggja sitt líf við hans líf og stökk strax
ofan fyrir móðinn og gat með allra mesta harðfylgi og nákvæmni á löngum
tíma losað fætur Jóns og komið honum upp á móðinn. Höfðu þeir þá
báðir misst höfuðklæði sín og ornir svo dasaðir af þessu sjóvolki, Guð-
mundur gat naumast skreiðst heim aftur að Melum en Jón komst ei lengra