Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 39
37
en að fjárhúsunum, sem voru á leiðinni, og var þaðan leiddur hálfdauð-
ur heim að Melum, hvar hann var endurnærður og honum hjúkrað í
allan mögulegan máta, svo hann að liðnum þrem nóttum komst með
annarra hjálp aftur til síns heimilis.
Nú innflýr oftnefndur Guðmundur þessa vegna til yðar velborinheita
náðugrar ásjár með þá sína auðmjúkustu bæn, að vilduð láta yður þókn-
ast að hjálpa sér svo hann njóta fengi þeirrar konunglegu náðar verð-
launa, sem Hans majst. fastsett hefur til þeirra sem hjálpa í viðlíku tilfelli
einni dauðvona manneskju til lífsins. Hvar til ég einnin vil leggja mína
skylduga auðmýktar bón til yðar velborinheita, að honum hjálpa vilduð í
téðu efni.
Fullviss um náðuga bænheyrslu, finnst ég með sourmission [auðmýkt]
yðar velborinheita auðmjúklega þénustuskyldugur.
Árnesi þann 31. desember 1816,
Guðmundur Bjarnason,
sóknarprestur.
Þar með er þessi saga öll sögð og engu við að bæta. Hlíðarhúsa-
nes mun nú óþekkt kennileiti en gefur þó til kynna hvar vettvang-
ur þessa hörmulega atburðar var, eða rétt norðan við Melaá, en
þar heita Hlíðarhús og upp frá því er Hlíðarhúsafjall, og í því er
Bæjargjá, þekkt snjóflóðasvæði. Sagan segir að við rætur Hlíðar-
húsafjalls hafi staðið bærinn Hlíðarhús og tekið af í snjóflóði. Í
apríl 1999 féll snjóflóð úr Bæjargjá og fórst þar einn maður.
Guðmundur Magnússon (1764–1828) og kona hans Guðrún
Sigurðardóttir (1770–1840) bjuggu á Melum (1796–1821) og víð-
ar í Árneshreppi. Hann var hreppstjóri um skeið.
Afkomendur þeirra bjuggu á Melum mann fram af manni um
langt árabil.
Heimild
Þjóðskjalasafn VA III/70.
Skráð og samið hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.