Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 42

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 42
40 gróðusælt land með birkihríslum og vinalegum brekkum. Þetta land, sem Hrómundur kallar Fagrabrekkuland (Fagrabrekka), kaupir hann. Hrómundi virðist vegna vel á hinum nýja stað, kemst í álnir og nýtur virðingar og álits. Hrómundur gerði virki mikið um bæ sinn. Eftir því sem ég hef lesið um uppgröft á virkisveggjum, þá er líklegt að þeir hafi verið um fimm fet á hæð eða nálægt 150 cm. Aðallega munu þeir hafa verið úr torfi en steinar víða milli laga. (Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár, bls. 187–89, Bókaútgáfan Örn og Örlygur, 1987.) Sagt er að Hrómundur hafi verið hinn vænsti maður og látið að sér kveða. Hann átti tvo syni, Þorbjörn þyna og Hallstein, sem er nefndur Hásteinn í Landnámabók. Auðbjörg var móðir Þorbjörns en engar heimildir eru um móður Hallsteins. Þorbjörn þyna átti Guðrúnu, dóttur Þorkels á Kerseyri. Sonur þeirra var Þorleifur er kallaður var Hrómundarfóstri. „Allir voru þeir frændur miklir menn og sterkir.“ (HÞH, bls. 1.) Hross hverfa Það bar til síðla vetrar er Austmenn voru að Melum að Hró- mundi hurfu fimm stóðhross. Mikil leit var gerð að hrossunum, en hvorki fannst tangur né tetur af þeim. Þetta var mjög undarlegt því hrossin voru spök, hagvön og í góðum holdum. „Synir Hró- mundar kváðust ætla að menn mundu etið hafa.“ (HÞH, bls. 3.) Hrómundur sagði: „Það er mér sagt um Austmenn þessa að þeir hafi stærri slátur á borðum en aðrir menn viti vonir til kaupa þeirra. Er og illt orð á þeim um hotvetna. Nú eru tveir kostir til, að láta öngva umræðu á koma og mun þá ekki illt af hljótast eða hætta á hvað eftir kemur og ganga að sínu.“ (HÞH, bls. 3.) Synir Hrómundar töldu sjálfsagt að taka síðari kostinn. Hrómundur fer þá á fund höfðingja Miðfirðinga, Skeggja á Skeggjastöðum, til að ráðfæra sig við hann hvað gera skuli í máli þessu. Skeggi tók honum vel og lofaði sinni forsjá. Nokkru síðar fóru Hrómundur og synir hans til Mela og voru alls saman tíu. Austmenn voru sumir úti en aðrir gengu út við komu þeirra. Spöruð voru ávarpsorðin en komið strax að efninu. Þá mælti Hrómundur: „Svo er háttað Helgi að mér hafa hross horfið og er það áhugi minn að hér séu niður komin.“ Helgi mælti: „Ekki hafa menn slíkt við oss mælt fyrri og skal hér fjand-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.