Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 45

Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 45
43 Síðan taka þeir fjórir frændur, Hrómundur halti, Þorleifur, Þorbjörn þyna og Hallsteinn, vopn sín. Þeir vörðust með trjám og grjóti eigi síður en vopnum. Austmenn köstuðu látlaust grjóti, því nóg mun hafa verið af því í virkinu. Hrómundur mun hafa safnað birgðum af grjóti í virkinu til að verjast ef að honum yrði sótt. Helgi var vasklegur og mikill vígamaður. Hann var nú mjög æstur og allir voru þeir Austmenn harðir og illir viðureignar. Þeir minntu Hrómund á þjófsnafnið ef hann væri búinn að gleyma því. Þótt Brekkumenn væru færri þá vörðust þeir allvel. Þeir urðu sér úti um stóra steina sem þeir köstuðu niður á Austmenn í virk- inu. „Þótt Hrómundur væri aldraður gekk hann vel fram og var stórhöggur og með fulltingi sona sinna og Þorleifs fóstra síns féllu sex Austmenn og í þeirri hríð féll og Hrómundur og Þorleifur fóstri hans.“ (HÞH, bls. 5.) Er hér var komið sögu gáfust Austmenn upp og hlupu allir út úr virkinu. Þorbjörn þyna hljóp á eftir þeim en gerði þau mistök að láta aftur virkishurðina. Þá sneri hann baki í óvinina og Helgi notaði tækifærið og kastaði spjóti til Þorbjörns sem kom á hann miðjan. Þorbjörn tók spjótið úr sárinu og kastaði til Austmanna. Spjótið lenti í Jörundi og fór gegnum hann og kom út í brjóstið. Þetta kraftmikla skot Þorbjörns þyna var hans síðasta verk því á næsta augnabliki féll hann óvígur til jarðar. Í þann mund er Jörundur fellur til jarðar, þrífur Helgi bróður sinn upp og kastaði á bak sér. Þeir Austmenn sem eftir lifðu hlupu sem fætur toguðu frá virkinu. Hallsteinn virðist vera lítt særður því hann hleypur á eftir Austmönnum. Við mishæð missti Helgi mátt og rann Jörundur þá dauður af herðum hans. Helgi leit snöggvast um öxl. Á því augnabliki er Hallsteinn kominn mjög nálægt honum. Hann hikar ekki, reiddi til höggs og hjó af Helga aðra höndina. Hallsteinn leit á Jörund og sá að hann var dauður. Þá hætti hann við frekari eftirför og sneri við. Hann varð þess vís að Hrómundur var dauður og Þorbjörn þyna. Þorleifur Hró- mundarfóstri var ekki örendur eins og áður er sagt. Hann hefur sennilega fengið stein í höfuðið og fallið í ómegin en raknað svo úr rotinu. Hallsteinn bar hann inn, því hann var töluvert særð- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.