Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 48
46
Brúðkaup á Melum
Ekki líkaði Þóri bónda samdráttur dóttur sinnar og stýrimanns.
Hann fór á fund Helga og mælti: „Það vildi eg Helgi að þú efndir
heit þín við mig og gerðir mér öngva skömm né óvirðing og lát af
tali við Helgu dóttur mína og halt eiða þína við mig.“ (HÞH, bls.
2.) „Helgi kvaðst ætla að eigi mundi skjótt hrinda mega ást þeirra
Helgu „og er þér engi óvirðing í bóndi ef eg bið konunnar með
réttum landslögum þeim sem hér ganga og með slíku fé sem þér
líkar.““ (HÞH, bls. 2.) Ég vek athygli á því að Helgi talar um ást
þeirra Helgu, ekki ást hans á Helgu. Þessi orð stýrimanns tel ég
sönnun þess að um gagnkvæma rómantíska ást hafi verið að ræða.
Ég geri því skóna að Þórir hafi oft reynt að tala um fyrir dóttur
sinni án árangurs. Hin glæsilega bóndadóttir mun hafa verið sjálf-
stæð í skoðunum, atkvæðamikil, mikill skörungur sem ekki lét
feðraveldi stjórna sér, sem algengast var á þessum tíma. Nei, hún
tekur vissulega áhættu, fer út í óvissu, en lætur sínar sterku tilfinn-
ingar ráða för. Svo fór að Þórir bóndi „réð það af að hann gifti
Helgu dóttur sína Sleitu-Helga og er gert brúðhlaup þeirra
snemma vetrar.“ (HÞH, bls. 2.)
Hver urðu örlög Helgu á Melum?
Ég var raunar búinn að setja endapunkt á þessa grein. En Helga
Þórisdóttir á Melum var aftur og aftur að koma upp í huga minn.
Hver urðu örlög þessarar kjarkmiklu konu sem var á undan sinni
samtíð? Það er ekki eitt einasta orð um Helgu eftir að hún giftist
Sleitu-Helga, hvorki í Landnámabók né Hrómundar þætti halta.
Ég sakna þess að höfundur Hrómundar þáttar skuli ekkert minn-
ast á Helgu er Austmenn létu frá landi. En það var víst sjaldan
minnst á konur í fornritum okkar nema þær væru beinir þátttak-
endur í atburðarásinni, sbr. Hallgerður langbrók og Guðrún
Ósvífursdóttir. Var Helga eftir á Melum þar sem allt virðist öruggt
og lífið í föstum skorðum? Nei, ég reikna frekar með að hún hafi
farið með manni sínum á vit hulinna ævintýra. Mér þykir líklegt
að Helga hafi farið með Austmönnum til Borðeyrar er þeir fóru
að búa skipið til brottfarar og verið í skipinu meðan bardaginn á
Fögrubrekku var háður. En hvernig var henni innanbrjósts er
haldið var út Hrútafjörð og heimahagar hurfu smátt og smátt? Ef
þessi tilgáta er rétt þá hefur bóndadóttirin á Melum sokkið í sæ í