Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 57

Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 57
55 þeir eiga, en ekki meira, er jafnvel naumur á gjöld sín til þeirra, en fús til viðurkenningar á því, sem þeir vel gera. En þrátt fyrir heiðinglega framkomu við kirkju Krists mun hann oftar nær Kristi í hugsun en samtíð hans. Þegar þeir bræður hrekjast um hafið á ísnum, vill bróðir Hallvarðs heita á kirkju Péturs postula eða á Hall föður sinn, þeim til undankomu, en Hallvarður vill það ekki, heldur heitir hann á Krist, að fyrir hans sakir skuli hann jafnan vera snauðum mönnum og vesölum hjálplegur, og hann fær bróður sinn til þess að festa það heit með sér. Hallgrím Pétursson tignar hann og veit ekki betri leiðarvísi út yfir gröf og dauða en Passíusálma hans.“ Sagt var að Hallvarður væri vænlegur til áheita og verði mönn- um oft að ósk sinni, er það hafi reynt. Hafa menn gjarnan lagt fram fé til áheita – svo og dittað að leiði hans. Var slíkt áheitafé t.d. notað til að reisa skipbrotsmannaskýli í Skjaldarvík árið 1991 – Hallvarðsbúð – og stóðu einkum fyrir því framtaki Pálína Guð- jónsdóttir, húsfreyja á Munaðarnesi, og fjölskylda hennar, en Pál- ína er fædd í Skjaldarvík, dóttir þeirra hjóna Guðjóns Kristjáns- sonar og Önnu Jónasdóttur. En víkjum nú að sumarvist minni hjá þeim hjónum – afa og ömmu – á fjórða og fimmta tug síðustu aldar. Síðustu ábúendur í Skjaldabjarnarvík Þegar ég man fyrst eftir mér í Skjaldabjarnarvík var þar tvíbýli. Afi minn og amma, Guðjón Kristjánsson og Anna Jónasdóttir, settust þar að og hófu þar búskap nokkuð upp úr aldamótunum 1900 og þar fæddust þeim 9 börn, sem öll náðu fullorðinsaldri. Þar búnaðist þeim eftir aðstæðum vel, þó fátækt væri þar í búi og hópurinn stór – og jörðin skipt milli tveggja bænda – og jarðnæð- ið því minna en ella hefði verið. Einhverra hluta vegna, sem ég hirði ekki frekar um að greina frá, fluttu þau frá Skjaldarvík árið 1923 og settust þá að í Þaralát- ursfirði, sem var miklu minni jörð og lakari búsetuskilyrði og illa húsað, og urðu þau að byrja á því að endurnýja íbúðarhúsnæði – og byggja gripahús. En fyrir dugnað þeirra og atfylgi tókst þeim að koma þar upp ásættanlegu búi og þar sótti Guðjón sjóinn stíft enda vanur sjósókn frá yngri árum – og þarna ólust börnin öll upp til fullorðinsára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.