Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 78
76
var síðan árabáturinn tekinn í Höfnum og flutti hann heyið heim
sem eftir var í Skaufaseli – og gat meira að segja hirt sáturnar í
fjörunni undir hlíðinni, sem farið höfðu niður í Spónagötunni,
enda var þá stillilogn og blíðuveður. Já, það þurfti oft mikið fyrir
því að hafa að flytja hey af engjum á þessum tíma.
Móvinnsla og vegagerð
Nokkuð fyrir ofan bæinn var tekinn upp mór til eldsneytis. Var
það erfið vinna hjá þeim sem það önnuðust – sérstaklega hjá þeim
sem stungu móhnausana upp og þurftu að henda þeim upp á
bakkann – og því hærra, sem mógröfin dýpkaði. Síðan voru menn
uppi á bökkunum sem skáru hnausana í sneiðar – sem síðan var
stillt upp til þurrkunar á nærliggjandi holti eða þurru svæði. Voru
svo mósneiðarnar – þegar þær voru orðnar þurrar – teknar sam-
an í hrauka og síðast hlaðið í stæður eins og heygalta og fluttar
heim í eldiviðargeymslu síðar um haustið. Var ég oft að aðstoða
við þetta, aðallega að kljúfa hnausana og stilla þeim upp til þerr-
is.
Þau voru mörg handtökin í sveitinni og nógu að sinna. Ég var
þarna auðvitað aldrei yfir veturinn, en náði oft snemma norður
þegar skólinn í Hnífsdal var búinn – komst oft í sauðburðinn á
vorin – og fór svo oft síðast í september, þannig að ég fékk einnig
smjörþef af kindastússi um leitir.
Eins og gefur að skilja voru engir þjóðvegir á Norðurströndum.
Þar var alls staðar langt á milli bæja – frá Geirhólmsgnúpi og allt
til Norðurfjarðar. Var þá ferðast ýmist fótgangandi eða á hestum
– sem þó var sjaldnar – en þó einkum á sjó, og var það auðveldasta
leiðin og fljótförnust ef veður gaf á annað borð.
En allt í einu kom tilkynning um það til bændanna í Skjaldar-
vík, að verja skyldi ákveðinni fjárupphæð til vegagerðar í víkinni.
Hvort þetta hefur verið vegna áhrifa af stríðsgróðanum á stríðs-
árunum, eða þá að opnast hafa augu ráðamanna fyrir því að gera
þyrfti eitthvað fyrir hinar dreifðu byggðir veit ég ekki, nema vegi
skyldi gera og auðvitað aðeins hestavegi í Skjaldabjarnarvík.
Fannst mönnum því einsýnt að skella sér í vegaframkvæmdir –
og var ég að vasast með þeim við vegagerð fram í Sunndal. Gengu
þeir í þetta afi, Óli og Kristján Lyngmó, en ég var að snattast í
kringum þá – m.a. að færa þeim kaffi um miðjan daginn, því ég