Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 78

Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 78
76 var síðan árabáturinn tekinn í Höfnum og flutti hann heyið heim sem eftir var í Skaufaseli – og gat meira að segja hirt sáturnar í fjörunni undir hlíðinni, sem farið höfðu niður í Spónagötunni, enda var þá stillilogn og blíðuveður. Já, það þurfti oft mikið fyrir því að hafa að flytja hey af engjum á þessum tíma. Móvinnsla og vegagerð Nokkuð fyrir ofan bæinn var tekinn upp mór til eldsneytis. Var það erfið vinna hjá þeim sem það önnuðust – sérstaklega hjá þeim sem stungu móhnausana upp og þurftu að henda þeim upp á bakkann – og því hærra, sem mógröfin dýpkaði. Síðan voru menn uppi á bökkunum sem skáru hnausana í sneiðar – sem síðan var stillt upp til þurrkunar á nærliggjandi holti eða þurru svæði. Voru svo mósneiðarnar – þegar þær voru orðnar þurrar – teknar sam- an í hrauka og síðast hlaðið í stæður eins og heygalta og fluttar heim í eldiviðargeymslu síðar um haustið. Var ég oft að aðstoða við þetta, aðallega að kljúfa hnausana og stilla þeim upp til þerr- is. Þau voru mörg handtökin í sveitinni og nógu að sinna. Ég var þarna auðvitað aldrei yfir veturinn, en náði oft snemma norður þegar skólinn í Hnífsdal var búinn – komst oft í sauðburðinn á vorin – og fór svo oft síðast í september, þannig að ég fékk einnig smjörþef af kindastússi um leitir. Eins og gefur að skilja voru engir þjóðvegir á Norðurströndum. Þar var alls staðar langt á milli bæja – frá Geirhólmsgnúpi og allt til Norðurfjarðar. Var þá ferðast ýmist fótgangandi eða á hestum – sem þó var sjaldnar – en þó einkum á sjó, og var það auðveldasta leiðin og fljótförnust ef veður gaf á annað borð. En allt í einu kom tilkynning um það til bændanna í Skjaldar- vík, að verja skyldi ákveðinni fjárupphæð til vegagerðar í víkinni. Hvort þetta hefur verið vegna áhrifa af stríðsgróðanum á stríðs- árunum, eða þá að opnast hafa augu ráðamanna fyrir því að gera þyrfti eitthvað fyrir hinar dreifðu byggðir veit ég ekki, nema vegi skyldi gera og auðvitað aðeins hestavegi í Skjaldabjarnarvík. Fannst mönnum því einsýnt að skella sér í vegaframkvæmdir – og var ég að vasast með þeim við vegagerð fram í Sunndal. Gengu þeir í þetta afi, Óli og Kristján Lyngmó, en ég var að snattast í kringum þá – m.a. að færa þeim kaffi um miðjan daginn, því ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.