Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 88
86
Þetta var mikið ævintýri, sem hófst með því að fara fótgangandi
upp í Norðdal og yfir Geirhólmsgnúp og niður í Sigluvík og fara
svo fyrir Sigluvíkurnúp og vaða yfir Reykjarfjarðarós – Jökulsá sem
rennur úr Drangajökli. Var þetta seinfarið og nokkuð erfitt, en
Strandamenn sem voru ýmsu vanir – tóku það ekki nærri sér. Var
mér svo fylgt alla leið heim í bæ í Reykjarfirði.
Mér fannst þetta spennandi, hafði aldrei áður farið í sundlaug
– og kunni auðvitað ekkert fyrir mér í þeirri kúnst. Á námskeið-
inu hjá Jóhannesi voru nokkuð mörg börn af Ströndum og úr
Jökulfjörðum – og vorum við þarna í tvær vikur við sundnám og
komst ég vel á flot. Fengum við þar gott atlæti hjá hinni stóru fjöl-
skyldu í Reykjarfirði og voru þessir dagar fljótir að líða. Síðan var
haldið aftur heim í Skjaldarvík að námi loknu – og sveitastörfin
tóku við – og brátt hæfist svo sláttur á túni og engjum.
Þriggja daga fjárrekstur
Auðvitað mætti margt fleira tína til úr minningasjóði æskuár-
anna á Ströndum, en að lokum segi ég nú frá þriggja daga fjár-
rekstri, sem ég hygg að hafi verið síðasta haustið sem búið var í
Skjaldabjarnarvík – og var þessi rekstur sá lengsti sem ég hafði þá
farið í – frá Skjaldarvík að Kjós í Jökulfjörðum.
Þessi ferð var nokkuð erfið og lá fyrst upp úr mynni Norðdals
og yfir Geirhólmsgnúp, niður í Sigluvík og með fram Sigluvík-
urnúpi og að ósum Reykjarfjarðarár. Þessi jökulsá gat verið nokk-
uð vatnsmikil en dreifði sér vel þannig að hún var vel væð. En það
gekk ekki vel að fá ærnar til að fara út í fljótið og varð að gera
nokkrar tilraunir með því að draga nokkrar þær eldri út í flaum-
inn – og þá komu hinar smám saman á eftir – nokkur lömb hrökt-
ust með straumnum neðar í ósinn, en komust þar að landi og allt
hafði þetta því farsælan endi eftir því sem ég best man. En það var
orðið áliðið dags þegar við komum í Reykjarfjörð, þar sem okkur
var hið besta tekið – og þar gistum við um nóttina.
Næsta dag var farið með reksturinn yfir Reykjarfjarðarháls og
fram hjá Þaralátursfirði og haldið til Furufjarðar, þar sem gist var
um nóttina. Í Furufirði er bænhús og kirkjugarður þar sem marg-
ir Strandamenn hvíla. Ég man ekki betur en við héldumst við í
bænhúsinu um nóttina, þar sem við nutum góðrar hvíldar – og