Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 88

Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 88
86 Þetta var mikið ævintýri, sem hófst með því að fara fótgangandi upp í Norðdal og yfir Geirhólmsgnúp og niður í Sigluvík og fara svo fyrir Sigluvíkurnúp og vaða yfir Reykjarfjarðarós – Jökulsá sem rennur úr Drangajökli. Var þetta seinfarið og nokkuð erfitt, en Strandamenn sem voru ýmsu vanir – tóku það ekki nærri sér. Var mér svo fylgt alla leið heim í bæ í Reykjarfirði. Mér fannst þetta spennandi, hafði aldrei áður farið í sundlaug – og kunni auðvitað ekkert fyrir mér í þeirri kúnst. Á námskeið- inu hjá Jóhannesi voru nokkuð mörg börn af Ströndum og úr Jökulfjörðum – og vorum við þarna í tvær vikur við sundnám og komst ég vel á flot. Fengum við þar gott atlæti hjá hinni stóru fjöl- skyldu í Reykjarfirði og voru þessir dagar fljótir að líða. Síðan var haldið aftur heim í Skjaldarvík að námi loknu – og sveitastörfin tóku við – og brátt hæfist svo sláttur á túni og engjum. Þriggja daga fjárrekstur Auðvitað mætti margt fleira tína til úr minningasjóði æskuár- anna á Ströndum, en að lokum segi ég nú frá þriggja daga fjár- rekstri, sem ég hygg að hafi verið síðasta haustið sem búið var í Skjaldabjarnarvík – og var þessi rekstur sá lengsti sem ég hafði þá farið í – frá Skjaldarvík að Kjós í Jökulfjörðum. Þessi ferð var nokkuð erfið og lá fyrst upp úr mynni Norðdals og yfir Geirhólmsgnúp, niður í Sigluvík og með fram Sigluvík- urnúpi og að ósum Reykjarfjarðarár. Þessi jökulsá gat verið nokk- uð vatnsmikil en dreifði sér vel þannig að hún var vel væð. En það gekk ekki vel að fá ærnar til að fara út í fljótið og varð að gera nokkrar tilraunir með því að draga nokkrar þær eldri út í flaum- inn – og þá komu hinar smám saman á eftir – nokkur lömb hrökt- ust með straumnum neðar í ósinn, en komust þar að landi og allt hafði þetta því farsælan endi eftir því sem ég best man. En það var orðið áliðið dags þegar við komum í Reykjarfjörð, þar sem okkur var hið besta tekið – og þar gistum við um nóttina. Næsta dag var farið með reksturinn yfir Reykjarfjarðarháls og fram hjá Þaralátursfirði og haldið til Furufjarðar, þar sem gist var um nóttina. Í Furufirði er bænhús og kirkjugarður þar sem marg- ir Strandamenn hvíla. Ég man ekki betur en við héldumst við í bænhúsinu um nóttina, þar sem við nutum góðrar hvíldar – og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.