Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 97
95
Ragnheiður Viggósdóttir
Gömul örlaga-
saga frá
Ströndum og
Breiðafirði
Flest ef ekki öll byggðarlög landsins eiga sér álagabletti sem
ekki má slá og hóla með gullkistum sem ekki má grafa upp. Hér
skal enginn dómur lagður á tilurð álagabletta en augljóst sýnist að
gullkisturnar hafi orðið til í hugum fólks, sem var snautt af öllum
veraldarauði en átti drjúgan sjóð af ímyndunarafli og jafnvel svo-
lítinn vonarneista innst inni, sem það vildi gefa öðrum hlutdeild
í. Vitneskjan um gull í jörðu, þótt enginn fengi höndlað það, var
eins konar vátrygging eða notalegur grunur um að mitt í þrúg-
andi ömurleik fátæktarinnar gæti allt í einu gerst kraftaverk sem
svipti burtu áhyggjum og vesöld, vonleysi og sulti. Allar eiga þess-
ar sögur það sameiginlegt að einhverjir reyndu að freista gæfunn-
ar og grafa í haugana en urðu jafnan frá að hverfa í miðjum klíð-
um, því ávallt sýndist næsti bær standa í björtu báli eða jafnvel
kirkja, sem hefur líklega verið enn verra.
Þjóðtrúin spáði ófarnaði hverjum þeim sem reyndi að véfengja
mátt álaga og alls kyns dulmagna og óneitanlega rættust þeir spá-
dómar oft að ýmsu leyti. Ekki af því að raunverulegur sannleikur
lægi að baki þjóðsögunum eða að hrakspár fólksins yrðu að
áhrínsorðum, heldur einfaldlega vegna þess að sá glannaskapur
og ögrunarvilji sem þurfti til að rjúfa gamlar dysjar og kæra sig
kollótta um álagabletti vísaði til skapgerðar, sem líkleg var til
óhappa og forsjárleysis á ævibrautinni.
Í Kollafirði á Ströndum er einn slíkur haugur sem hefur gull að
geyma, Mókollshaugur í samnefndum dal, sem liggur innar af