Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 100
98
sjáanleg starfa þeirra. Ekki létu þeir tilreynt við hauginn öðru
sinni, en eftir þetta blandaðist engum í sveitinni hugur um það að
prestssynirnir á Felli væru angurgapar þótt þeir væru annars
þekkilegir og vel vitibornir menn. Eftir var að vita í hvaða mynd-
um ólánið vitjaði þeirra, hitt orkaði ekki tvímælis að þeir væru
ánetjaðir því. Það getur naumast talist tilviljun að allt ólán, sem
tilféll þeim bræðrum á lífsleiðinni, stafaði af lausung í ástamálum
og slysalegum samskiptum við konur.
Gamalt máltæki segir, að sjaldan falli eplið langt frá eikinni, og
víst er að frá föður sínum hafa þeir getað erft tilhneigingu til helst
til mikillar ókærni ef ekki algjörs stjórnleysis í þeim málum. Þess
ber að geta að framhjátökur voru ákaflega algengar á þessum tím-
um og hafa kannski ekki verið litnar svo alvarlegum augum nema
sérstakir meinbugir væru á. Talsverðar kynbætur hefur þjóðin
sjálfsagt hreppt í hinum fjölmörgu launbörnum höfðingjanna.
Þess voru jafnvel dæmi að algjörir fávitar kenndu mektarmönn-
um börn, sem þeir að sjálfsögðu sóru fyrir, en börnin urðu ótrú-
lega efnileg þegar til kom.
Ekki létu bræðurnir það á sig fá, né aftra áformum sínum, þótt
gullgröfturinn mistækist og náðu allir settum markmiðum fljótt
og greiðlega. Þorsteinn Oddsson varð fyrst aðstoðarprestur föður
síns og tók síðar við Tröllatungusókn að honum látnum. Hann
var skáldmæltur eins og Nikulás bróðir hans og mun hafa verið
vel látinn af sóknarbörnum sínum, en tvívegis missti hann hemp-
una fyrir slysni í kvennamálum. Alls urðu honum á þrjú hórdóms-
brot og var hið fyrsta þeirra langverst, þar sem í hlut átti unglings-
stúlka, sveitarómagi í þokkabót. Hún kom hart niður og veiktist
alvarlega af þessum samskiptum. Þorsteinn sigldi til Kaupmanna-
hafnar og fékk náðun. Eftir það var hann prestur í Skarðsþingum
og andaðist þar árið 1645, þá talinn gamall maður.
Nikulás Oddsson varð lögréttumaður og allgott skáld er talið
að hann hafi verið, þótt ekki sé lengur kunnugt nema eitt kvæði
eftir hann. Hann bjó fyrst að Kjarlaksstöðum, síðan að Görðum í
Staðarsveit og síðast í Brekkubæ við Hellna og þar andaðist hann
árið 1631. Hann var mikilsvirtur maður og kemur hann mjög við
dóma á Alþingi, enda fór hann stundum með dómstörf í umboði
sýslumanns, Jóns Magnússonar á Reykhólum. Má af því sjá, að
hann hefur þótt lögvís og vitur maður. Hann var kvæntur Guð-