Strandapósturinn - 01.06.2011, Blaðsíða 110
108
Sigurður Sigurðsson, auknefndur „skuggi“. Erlendur kærði Sig-
urð til amtmanns í bréfi 24. september 1762:
Ekkert skiptir hann sér af þjófunum Eyvindi og konu hans
Höllu, Abraham og Arnes og þeim nýkomna manni í þeirra
complot, sem af sumum meinast vera manndráparinn Jón
Helgason, hverjir á Strandir komnir eru, og sagðir eru ýmist
hér í sýslu eða Strand[asýsl]u vera, helzt í Bjarnarfirði, og hald-
ið er, að stolið hafi hér í sýslu úr Dynjandisfjalli fram undir 80
fjár, sem saknað hefur verið.
Sagðist Erlendur hafa verið viðstaddur, þegar sveitarmenn á
Snæfjallaströnd sögðu Sigurði þetta þá í ágúst:
og undir eins af sömu mönnum heyrði, að Hallvarður Halls-
son, gamall sendimaður suður um land, (sem nú er í Skjalda-
bjarnarvík) hafi boðizt til þetta illþýði að fanga, væri hann þar
um beðinn, og skyldi hann mega sér nokkrar discretion vænta,
ef hann það gjört gæti, en sýslumaður gaf ekkert svar þar til í
það sinn. Hefi eg ei síðan heyrt hann nokkra anstalt þar til
gjört hafi.
Ef til vill er hér komin tenging við kofarústina í Bjarnarfirði,
sem Ólafur Briem segir frá í bókinni „Útilegumenn og auðar tótt-
ir“ og Eiríkur Guðmundsson á Dröngum fann á 20. öld. Líklegra
virðist, þegar litið er til dagbóka Eggerts Ólafssonar og Bjarna
Pálssonar, að Eyvindur og félagar hans hafi haldið sig á norður-
strönd Bjarnarfjarðar, t.d. í svonefndu Skaufaseli, og Hallvarður
Hallsson þess vegna viljað losna við liðið.
Þá er komið að árinu 1763. Má segja, að þar fari tveimur sögum
fram í senn:
Í bréfum til amtmanns úr Strandasýslu árið 1763 eru ítarlegar
heimildir um töku Eyvindar og Höllu og dómsmál gegn þeim.
Þar kemur fram, að hreppstjórnarmenn í Árnesshreppi skrifuðu
Halldóri Jakobssyni sýslumanni bréf 16. marz það ár. Var Halldór
kominn norður í Trékyllisvík 8. apríl og kallaði bændur til fylgdar
með sér. Daginn eftir fóru þeir átta saman frá Munaðarnesi til
Drangavíkur og komu þar mót nóttu og sáu reyk úr bæli þjófa.
Ekki þorði hópurinn að fara þegar að þjófunum. Vissu þeir ekki,
hverjir þar væru eða ásigkomulag plássins, og „þar með var hann