Strandapósturinn - 01.06.2011, Side 116
114
allan er mér bágt upptelja og vil ei heldur mæða lengur þar
með minn gúnstiga herra.
E.t.v. er Jón að vísa til þess, að hann kom Abraham Sveinssyni
og Arnesi Pálssyni af höndum sér í aðrar sýslur.
Ekki verður enn skilizt við árið 1762. Árið 1764 bauð konung-
ur, að frekari rannsókn færi fram í málum Eyvindar og Höllu. Þá
um sumarið skrifaði amtmaður Magnúsi Ketilssyni, sýslumanni í
Dalasýslu, og beiddist upplýsinga um, hvort þau hefðu verið
ákærð fyrir þjófnað þar í sýslu fyrir nokkrum árum.
Magnús brást fljótt við og sagði Höllu hafa verið færða til sín
nokkrum árum áður og sagt, að hún hefði verið tekin ásamt Abra-
ham Sveinssyni á Ljárskógaheiði þar í sýslunni. Eyvindur hefði
ekki náðst vegna fráleika hans. Þýfið tilheyrði engum þar í sýslu,
en sagt, að sumu hefði verið stolið í Strandasýslu. Því var Halla
send með góssinu til Halldórs Jakobssonar sýslumanns, en Abra-
ham brauzt úr tvennum járnum og komst undan.
Liggur beinast við að álykta, að þetta hafi gerzt árið 1762.
Óhætt er að segja, að þau Eyvindur, Halla og Abraham hafi lagt
hæla á bak sér árið 1762, ef þau eiga þá að hafa stundað þjófnað
í Jökulfjörðum (frekar þó árið 1761), verið á ferð á Ljárskóga-
heiði með þýfi um sumarið, síðan norður í Skjaldabjarnarvík,
væntanlega í 19. eða 20. viku sumars (þá komið fram í septem-
ber). Farið þaðan suður á Hveravelli og jafnframt hafa reist sér
kofa undir Arnarfellsjökli. Náð 75 sauðum á afrétti Hrunamanna
og flúið undan Árnesingum norður á jökulinn í byrjun október.
Líklega um svipað leyti komizt í kast við norðanmenn, sem tóku
hross þeirra á Hveravöllum og færðu að Þingeyrum, og Eyvindur
verið kominn í Drangavík í vetrarbyrjun.
Gera má ráð fyrir, að sannleiksást þeirra hjóna hafi verið áþekk
og margra stjórnmálamanna, að ekki sé talað um fjármálaspekúl-
anta nútímans.
Pétur Þorsteinsson, sýslumaður í norðurhluta Múlasýslu, sem
var fjandmaður Hans Wíum, sýslumanns í suðurhluta sýslunnar,
sendi amtmanni útdrátt frá manntalsþingi á Skeggjastöðum á
Langanessströnd 9. ágúst 1766. Þar var vitnað um ferðir Eyvindar