Strandapósturinn - 01.06.2011, Síða 118
116
þessar fyrrnefndar persónur uppihaldi sér nú báðar í Þing-
eyja<r>sýslu, hann á Svalbarði i Þistilfirði, en hún á Sauðanesi.
Hinir aðrir þingmenn, sem hér nálægir eru, segja, að sér sýnist
lýsingin ekki vera ólík þeirri persónu, sem hér að framan er
umtalað og á umferð á þessari sýslu nefndi sig Jón Jónsson. En
hvað lýsing Höllu áhrærir, segja þeir, að jafnvel þó hún ekki að
öllu leyti sé lík þeirri kvenpersónu, sem áður er umtalað og sig
nefndi og nefnir Guðrúnu Jónsdóttur, sé hún þó ekki að öllu
leyti henni ólík.
Nálægir þingmenn aðspurðir um þau skilríki, er nefndar per-
sónur haft hafi með sér, þá hér um sýsluna reist hefðu, svara,
að þau bæði hafi haft bón frá sýslumanni s(igno)r Hans Wíum
þess innihalds að fólk á leið þeirra vildi beina leið þeirra, henn-
ar sérdeilis, til heimkynna sinna, sem sagðist burtgripin af
tveimur útileguþjófum Arnesi og Abraham í grasaheiði; hans
svo sem þess, er kominn væri úr Strandasýslu og ætlaði að
ferðast á Langanes og þaðan heim aftur beinleiðis. Hann hafði
og haft prestsattest, prestsins sr. Jóns Sigurðssonar í Grunnavík
undir hans hönd og signeti, en engin önnur attest segjast þing-
menn hafa hjá þessum persónum séð.
Má vera, að mönnum á Langanessströnd hafi ekki þótt Halla
mjög svipill og ógeðsleg.
Um vitnisburð Eyvindar er það að segja, að enginn Jón Sigurðs-
son var prestur í Grunnavík eða nálægum prestaköllum á þessum
tíma.
Ekki hefur til Eyvindar spurzt með vissu í skjallegum heimild-
um, síðan hann slapp frá Reykjahlíð síðsumars árið 1772, þótt að
honum sé vikið í slíkum. Höllu náði Eyvindur ekki til sín á sama
hátt og munnmælin segja og því engin ástæða fyrir hann að hírast
í Herðubreiðarlindum vetrarlangt og voka þar yfir Höllu.
Lauritz Thodal stiftamtmaður skrifaði bæði Halldóri Jakobs-
syni sýslumanni og Ólafi Stefánssyni, amtmanni í Norðuramtinu,
9. desember 1772. Hafði stiftamtmaður fengið bréf frá 12. októ-
ber þá um haustið, þar sem Halldór spurðist fyrir um, hvernig
fara ætti með mál Höllu, sem til hans var komin frá Jóni Bene-
diktssyni, sýslumanni í Þingeyjarsýslu, en án þess að yfirheyrsla
hefði farið fram eða skýrsla tekin af þeim, sem handtóku hana.
Upplýsingar um málið hafði Halldór fengið frá bróður sínum,