Strandapósturinn - 01.06.2011, Page 123
121
nær þeir settust að hér fyrir norðan, þeirra lýsingar og sérhvað
annað þessari sök til upplýsingar:
„Svo sannarliga hjálpi mér guð og h(ans) h(eilaga) orð“ sagði
hvör um sig.
Var Sigurður so aðspurður um eftirfylgjandi:
„Nær meinar þú þjófarnir hafi setzt að í Drangavíkurfjalli?“
Svar: „Um það leytið eg flutti Höllu norður ólétta, sem var um
þrettánda jóla eður að honum liðnum.“
„Hvörjir voru þeir?“
„Sá, sem meinast Abraham, hefur nefnt sig Jón.“ Við annan til
segist hann hafa var orðið, sem hafi nefnt sig Eyvindur.
„Hafa þeir oft komið í Ófeigsfjörð?“
Svar: „Fjórum sinnum. Seinast næstliðið laugardagskvöld um
hálfrökkur.“
Segist hann þá hafa fyrirboðið honum inn í bæinn fara, en
hann fór inn samt og var þar um nóttina, og snemma morguns
hefði hann á stað farið og sagt nú mætti ei við standa. Engan mata
segist vitnið hafa þeim gefið nema að éta flautaspón, en Eyvindi,
þá hann kom, 10 mk.2 mjólkur er þeir um báðu fyrir barn hans.
Þrír af þeim dugandismönnum, sem norður fóru og sóru að
atför við þjófana í Drangavíkurfjalli plássins ásigkomulag og hvað
eitt í því skeði á sama tíma með sömu atvikum og kringumstæð-
um, sem í réttinn af þeim framlagt bréf skýrliga hermir: „S(vo)
s(annarlega) h(jálpi) m(ér) g(uð) o(g) h(ans) h(eilaga) orð“
sagði hvör um sig.
Þeirra vitnisburður var upplesinn, nót(e)r(aður) litt(era) B.
Besigtelsið [= skoðunin] yfir þann andvana líkama nót(e)r(að)
litt(era) C.
Þann 16. Aprilis settist rétturinn aftur með sömu þingvitnum
og áður fyrir utan Arngrím Árnas., í hvörs stað innfann sig hrepp-
stjórinn Jón Bjarnason.
Mættu svo fyrir réttinum vitnin Magnús Árnas. í Ófeigsfirði og
Þuríður Magnúsd. þar til heimilis, hvör eftir eiðs útlegginguna
heyrða og unninn eið vitnuðu aldeilis samhljóða því sem Sigurð-
ur vitnaði.
2 mk.] Þ.e. merkur. Mörk mjólkur er tveir pelar = hálfpottur, u.þ.b. hálfur lítri.
2 mk.] Þ.e. merkur. Mörk mjólkur er tveir pelar = hálfpottur, u.þ.b. hálfur lítri.